Það verður að lýðræðisvæða flokkana og taka upp gerbreytt vinnubrögð!

Almenningur (kjósendur) treystir ekki stjórnmálamönnum í dag.Almenningur treystir ekki alþingi.Ástæðan er sú,að almenningi finnst stjórnmálamenn hugsa of mikið um eigin hag og almenningi finnst of mikið pukur og leyndaarhyggja ríkja um öll mál og allar ákvarðanir.Almenningur vill fá beint lýðræði,meira af þjóðaratkvæðagreiðslum og að sem flest mál séu borin undir almenning og kjósendur.

Almenningur vill,að lýðræði ríki í stjórnmálaflokkunum,ef þeir starfa áfram.Það á m.ö.o. að afnema foringjaræðið.Í dag tilnefna formennirnir ráðherra og taka einir allar stærstu ákvarðanir. Þetta eru úrelt vinnubrögð.Eðlilegast væri að velja ráðherra á sama hátt og gerist í dag við val ýmissa embættismanna,þe. að hlutlausar hæfnisnefndir veldu ráðherra hverju sinni. Með núverandi fyrirkomulagi þorir enginn þingmaður að ganga gegn foringjanum i skoðunum,þar eð þá er hann settur út í kuldann.Þingmenn muldra aðeins eins og Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá en þessir þingmenn þora ekki að ganga gegn foringjunum.

Það þarf einnig að velja formenn flokkanna í rafrænni allherjaratkvæðagreiðslu til þess að allir flokksmenn i hverjum flokki getið valið formann en ekki tiltölulega fámenn flokksþing.

Með öðrum orðum.Það þarf að lýðræðisvæða flokkana. Þeir eru í dag einræðisstofnanir.

Ef menn hugleiða það einræði og ofríki,og ógegnsæi,sem einkennir flokkana i dag er ekkert skrítið þó þeir mælist ekki hátt í skoðanakönnunum. Og það sem sagt hefur verið hér skýrir einnig hvers vegna Piratar mælast svona hátt.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hrapað úr 40-35% í rúm 22%.Flokkurinn hefur misst 13-18 prósentustig en lætur eins og það sé í lagi en segir,að stjórnarandstaðan sé í rusli.Framsókn hefur tapað 16 prósentustigum. Samfylkingin hefur tapað 3 prósentustigum frá kosningum VG stendur i stað.Gömlu flokkarnir verða að átta sig á því,að þeirra tími getur verið búinn ef þeir lýðræðisvæða sig ekki og gerbreyta um vinnubrögð og stefnu.Ef þeir lemja hausnum við steininn er dauðinn vís.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband