Mikill afgangur á ríkissjóði en engir peningar fyrir aldraða og öryrkja!

Sigurður Ingi Jóhannsson nýr forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á alþingi i morgun. Hann sagði,að stefnan væri sú sama og áður.Hann sagði,að atvinnulífið hefði eflst mikið undanfarið  svo og efnahagur landsins.Kaupmáttur hefði aukist mikið.Og mikill afgangur væri á ríkissjóði.Hann gat um helstu mál,sem ríksstjórnin ætlaði að vinna að. Það vakti athygli mína,að þó mikill afgangur væri á ríkissjóði minntist Sigurður Ingi ekkert á það,að ætlunin væri að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Annað hvort hefur hann gleymt þeim eins  og oft hefur gerst hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar  eða þá,að enginn vilji er fyrir því að bæta kjör aldraðra og öryrkja enda þótt ekki sé unnt að lifa af lífeyri þeim, sem ríkisstjórnin skammtar lífeyrisfólki. ( miðaða við þá,sem eingöngu hafa tekjur frá TR).

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Björgvin það eru ekki allir sem sjá þetta góðæri sem ríkisstjórninn stærir sig svo mikið af.  Ég finn það ekki á mínu skinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2016 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband