Töpum 300 milljörðum á samningum ríkisstjórnarinnar við kröfuhafa!

Ráðherrarnir töluðu mikið um það á alþingi í gær hvað þeir hefðu staðið sig vel í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna! Og þeir gumuðu af góðri stöðu ríkissjóðs þó þeir vilji ekki bæta kjör aldraðra og öryrkja.

Sigmundur Davíð samdi við kröfuhafana þó hann væri sjálfur  kröfuhafi og Bjarni Ben samdi einnig við þá þó hann hefði átt félag í skattaskjóli.Í rauninni voru þeir báðir vanhæfir.Þeir héldu mikla skrautsýningu í Hörpu þar sem sýnt var hvað Ísland fengi mikla  peninga með því að skattleggja slitabú föllnu bankanna. Þetta voru háar tölur. Síðan sömdu tvímenningarnir við kröfuhafana og tilkynntu hvað fengjust miklir peningar frá kröfuhöfum með stöðugleika framlagi! það var 300 milljörðum minna en fengist hefði með stöðugleikaskatti.Engin fullnægjandi skýring fékkst á því hvers vegna ekki var farin leið stöðugleika skatts. Er nauðsynlegt að lyfta hulunni af þessum samningum.

Þrjár ríkisstjórnir hafa komið að þessu máli. Fyrst var það ríkisstjórn Geirs Haarde,sem setti neyðarlögin.Siðan ríkisstjórn Jóhönnu,sem setti lög um að setja slitabú föllnu bankanna undir gjaldeyrishöftin.Án þeirra hefðu ekki náðst neinir    peningar af slitabúunum.Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkurinn greiddu atkvæði með lögunum. Og þriðja stjórnin er núverandi stjórn,sem samdi við kröfuhafana og ákvað að fara leið stöðugleikaframlags í stað stöðugleika skatts þó það gæfi 300 milljörðum minna.

 

Ég gef ekkert fyrir það þó Lee Buchheit samningamaður Íslands ásamt tvímenningunum hæli samningunum? Hann var á háum launum hjá ríkis

stjórninni og var að meta eigin verk.

Það átti auðvitað að leggja á stöðugleikaskatt og fá 300 milljörðum Meira frá kröfuhöfunum.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband