Skerðing á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða verði stöðvuð!

Það á að stöðva strax skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Rvk. í febrúar var eftirfarandi tillaga samþykkt:

Aðalfundurinn telur,að það eigi strax að stöðva skerðingu á lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum,þegar þeir fara á eftirlaun.Þeir eiga þennan lífeyrissparnað.Verði þessar skerðingar ekki stöðvaðar mun óánægja meðal lífeyrisþega magnast svo mjög,að það getur stórskaðað lífeyriskerfið.

Eins og ég skýrði frá í gær næst ekki að afgreiða nýjar tillögur um heildarendurskoðun á almannnatgryggingum,þar eð þingkosningum verður flýtt til hausts og eitt löggjafarþing fellt niður.Auk þess á ekki að vera að krukka í lífeyri aldraðra vegna lífeyris þeirra í lífeyrissjóðum.Það er ekkert samningsatriði við eldri borgara hvað lífeyrir þeirra sé skertur mikið vegna þess,að þeir hafa greitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar eiga þennan lífeyrissjóð og þeir eiga rétt á þvi að fá hann greiddan óskertan,þegar þeir fara á eftirlaun. Tillögur,sem gera ráð fyrir,að 200 þúsund króna greiðsla úr lífeyrissjóði valdi 90 þúsund króna skerðingu hjá almannatryggingum á mánuði eru ekki boðlegar. Þetta er rán.

Krafan er skýr:Allar skerðingar hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði felldar niður.Eldri borgarar fái óskertan lífeyri sinn úr lífeyrissjóði.

Enda þótt ekki náist að afgreiða heildarendurskoðun á almannatryggingum fyrir haustið er unnt að afgreiða þessa breytingu. Það yrði þverpólitisk samstaða um hana.Tryggjum,að það verði gert.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin Guðmundsson,

Þakka þér fyrir öll þin skrif og baráttu fyrir okkur eldri borgara.
þért ómetanlegur penni fyrir okkur.

Takk kærlega,

Paul R Smith

Paul Ragnar Smith (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband