Síðustu forvöð að efna kosningaloforðin!

Nú eru 6 mánuðir til alþingiskosninga.Það er stuttur tími og fáir þingdagar.Það eru því síðustu forvöð að efna kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Samkvæmt loforðunum átti að efna kosningaloforðin strax eftir þingkosningarnar,ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kæmust til valda en það var svikið.

Báðir flokkarnir samþykktu og tilkynntu kjósendum í kosningabaráttunni,að þeir ætluðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna  kjaragliðnunar krepputímans ( 2009-2013).Sjálfstæðisflokkurinn sagðist ætla að leiðrétta lífeyri aldraðra til samræmis við hækkun lægstu launa frá 2009.Það er ekki farið að efna þetta loforð ennþá.Miðað við stöðu mála í dag er um svik að ræða. En stjórnarflokkarnir hafa tækifæri til á næstu 6 mánuðum að efna kosningaloforðin.

Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að uppfylla kosningaloforðið frá 2013.En síðan hefur bætst við kjaragliðnun á tímabilinu 2013-2015.Ef stjórnarflokkarnir hafa manndóm í sér til þess að leiðrétta þá kjaragliðnun um leið þarf að hækka lífeyrinn um 30%.Í rauninni er sú hækkun lágmark til þess að aldraðir og öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi.

Stjórnarflokkarnir guma nú af því nær daglega hvað ástandið í þjóðarbúskapnum sé gott,allir hagvísar hagstæðir og afgangur á fjárlögum. Nýi utanríkisráðherrann syngur nú aðalröddina í þessum fagnaðarkór. Það á því ekki að vera erfitt að efna kosningaloforðin og hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til þess að uppfylla þau. Það verður að gerast strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband