Sigurður Ingi! Það er ekki búið að efna öll kosningaloforðin!

Sigurður Ingi forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í gær,að Framsóknarflokkurinn væri búinn að efna öll kosningaloforð sín.Þetta er rangt.Framsókn er ekki búin að efna kosningaloforðin,sem flokkurinn gaf eldri borgurum og öryrkjum 2013.Það er eftir að efna stærsta kosningaloforðið,sem öldruðum og öryrkjum var gefið,þ.e. að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar 2009-2013. Þessu var lofað á flokksþingi Framsóknrflokksins og í ræðum frambjóðenda í kosningabaráttunni 2013. Einnig var lofað að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009 en hún hefur aðeins verið afturkölluð að hluta til. Til þess að leiðrétta kjaragliðnunina,sem Framsókn lofaði að leiðrétta þarf að hækka lífeyri um 20-25%.Aldraða og öryrkja munar um þá kjarabót. Það er alvarlegt mál,að stjórnmálamenn segi kjósendum ósatt.Þingmenn og ráðherrar geta ekki sagt blákalt,að þeir séu búnir að efna eitthvað sem ekki hefur verið efnt,heldur hefur verið svikið.Framsókn segist hafa efnt loforðið um að færa niður húsnæðisskuldir. Framsókn lofaði að lækka þær um 300 milljarða. Þær voru lækkaðar um 80 milljarða og íbúðareigendur látniir greiða þær að hluta sjálfir.Þetta var ekki meiri niðurfærsla en átti sér stað í tíð fyrri stjórnar.Og þetta var aðeins 27% af því,sem lofað var.En þetta kallar Framsókn að efna öll kosningaloforðin!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Björgvin ætla að leyfa mér að deila þessu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2016 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband