Ríkið fann 72 milljarða en ekkert fyrir aldraða og öryrkja!

Samkvæmt uppfærðri tekjuáætlun fjárlaga fyrir 2016 er afgangur 72 milljarðar.Helmingur þeirrar greiðslu er tilkominn vegna tekna af arði en helmingurinn vegna stöðugleikaframlaga.En enda þótt ríkið hafi óvænt verið að finna þessa 72 milljarða hvarflar ekki að ríkisstjórninni að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja og borga þeim skuldina.Kosningaloforðin kosta ríkið 40 milljarða; svo ríkið fer létt með að standa við loforðin strax.Stjórnarflokkarnir lofuðu í kosningunum að borga strax 2013,ef þeir næðu völdum.Það hefur þegar dregist í 3 ár að standa við það loforð.Nú er engin undankoma lengur.Ríkisstjórnin verður að borga strax. En brotavilji stjórnarinnar virðist vera einbeittur.Stjórnin virðist staðráðinn í þvi að brjóta á öldruðum og öryrkjum.

Sigurður Ingi forsætisráðherra er sakleysislegur á svipinn.Og þess vegna treysta menn honum betur en fjármálaráðherranunm,sem er rúinn öllu trausti. En það er ekki nóg að vera sakleysislegur á svipinn.Ég ætla að vona,að Sigurður Ingi láti ekki Bjarna Ben stjórna sér.En í málefnum aldraðra og öryrkja virðist vera að svo sé.Bjarni Ben hefur verið algerlega á móti öldruðum og öryrkjum og sagði við afgreiðslu fjárlaga á alþingi,að aldraðir og öryrkjar mættu ekki fá eins háan lífeyri og næmi lágmarkslaunum verkafólks,þar eð þá væri enginn hvati fyrir aldraða og öryrkja að fara út á vinnumarkaðinn.Þegar Sigurður Ingi kom í sjónvarpið og gaf fyrrum framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins syndakvittun eftir að framkvæmdastjórinn var uppvís að því að hafa verið með fjármuni í skattaskjólum, sagði Sigurður Ingi i leiðinni,að Framsókn væri búin að efna öll kosningaloforð sín!.Þetta er ósvífnasta yfirlýsing,sem gefin hefur verið í sjónvarpi í langan tíma.Aldraðir og öryrkjar eru orðnir vanir því að valtað sé yfir þá.En Sigurður Ingi gekk lengra.Hann lét eins og búið væri að afnema verðtrygginguna en það var stærsta kosningaloforð Framsóknar að gera það og hann lét eins og búið væri að efna öll kosningaloforðin við aldraða og öryrkja svo sem að greiða framangreinda  40 milljarða með hækkun lífeyris o.fl Framámenn þjóðarinnar geta ekki látið eins og þeir viti ekkert.Og þeir geta ekki komið fram við almenning og kjósendur af fullkomnu virðingarleysi en það gerði Sigurður Ingi í umræddu viðtali.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir skrif þín, Björgvin. Þú ert ötulasti talsmaður okkar og þessi skrif þín eru smám saman að opna augu fólks fyrir þessu ranglæti sem við þurfum að þola. Takk, takk.

Paul Ragnar Smith (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband