Formenn stjórnarflokkanna gáfu öldruðum ákveðin kosningaloforð,sem ekki hafa verið efnd!

Það voru ekki aðeins  stjórnarflokkarnir,Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,sem gáfu öldruðum og öryrkjum stór kosningaloforð  í kosningunum 2013 heldur gerðu formenn flokkanna það einnig. Þannig sagði Sigmundur Davíð formaður Framsóknar í viðtali við Morgunblaðið 27.apríl 2013:Fjölmargir,sem hafa mátt þola óeðlilegar skerðingar,t.d. eldri borgarar og öryrkjar, þurfa að fá bót sinna mála.Og eftir kosningar 25.mai sagði hann í fréttum RUV: Gengið verður strax í að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja.Og Bjarni Benediktsson sendi eldri borgurum bréf fyrir kosningarnar og sagði: Við ætlum að afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega,sem komið var á árið 2009 og ennfremur sagði hann: Við ætlum að afnema  tekjutengingar ellilífeyris.

Áður hef ég tilgreint stærsta kosningaloforðið við aldraðra og öryrkja,sem báðir stjórnarflokkarnir gáfu 2013,þ.e. að leiðrétta ætti lífeyri  vegna kjaragliðnunar krepputímans.Það þýðir 20-25% hækkun lífeyris.Ekki er farið að efna þessi kosningaloforð enn þó stutt sé til kosninga.Aldraðir og öryrkjar krefjast efnda strax.

Björgvin Guðmundsson

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Heill og sæll Björgvin og þakka þér fyrir að vera óþreytandi við að benda á ranglætið sem stjórnmálamenn þessa lands beita þá sem minnst hafa í þjóðfélaginu.  Held að þú þyrftir að koma þessum pistlum þínum á einhverja netmiðla sem hafa meiri lestur en þetta Moggablogg.  Hef á tilfinningunni að héðan séu flestir farnir nema einhverjir innmúraðir og vígðir sjálfstæðismenn. (Með örfáum undantekningum)

Þórir Kjartansson, 30.4.2016 kl. 10:51

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Þòrir!

Pistlar mínir birtast líka á Facebook síðu minni og stundum á heimasíðu minni www.gudmundsson.net

Kær kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 30.4.2016 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband