Skerðing vegna atvinnutekna eykst!

Talsmenn tillagna ríkisstjórnarinna um endurskoðun almannatrygginga segja,að auðljóst sé,að skerðing minnki,þar eð eldri borgarar fái að halda 55% en skerðing verði 45%.Þetta er blekking.

Í dag er 109 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna.Eldri borgarar mega því vinna fyrir 109 þúsund krónum á mánuði án þess það valdi skerðingu lífeyris TR.En í nýju kerfi fellur frítekjumarkið niður. Skerðing eykst því,ef tekjur eru hóflegar.Frítekjumark vegna lífeyrissjóðsgreiðslna er 27 þúsund á mánuði.Það fellur niður.

Það sem er þó verst: Lífeyrir þeirra,sem aðeins hafa tekjur frá TR hækkar ekki neitt. Sá lífeyrir verður óbreyttur.Hann hækkar ekki um eina krónu.

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband