Skref í rétta átt gegn skattaskjólum en ekki bann

Í gær var lögð fram í efnahags-og viðskiptanefnd alþingis skýrsla um skattaskjólin og starfsemi Íslendinga í þeim.Þar er að finna tillögur um ýmsar ráðstafanir til þess að draga úr starfsemi Íslendinga þar og gera hana sýnilegri.Til dæmis er þar gert ráð fyrir mikilli upplýsingagjöf og m.a. upplýsingum um eignarhald og heimild til þess að áætla tekjur á starfsemi Íslendinga þar.Hins vegar er ekki um að ræða tillögur um að banna starfsemi Íslendinga með öllu í skattaskjólunum en það teldi ég eðlilegast. Ef þeir,sem eru með fjármuni í skattaskjólum geta ekki lengur pukrast með fjármunina þar og verða að gefa þá alla upp hafa þeir ekkert þar að gera lengur og geta alveg eins geymt peninga í íslenskum bönkum eða bönkum grannlandanna.Það á að banna þessa starfsemi í skattaskjólum alveg.Það er það eina sem dugir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband