Mannréttindi brotin á öldruðum og öryrkjum á hverjum degi!

Það er verið að brjóta mannaréttindi á öldruðum og öryrkjum á hverjum degi með þvi að skammta þeim svo nauman lífeyri,að þeir hafi ekki nóg til framfærslu og lifi við fátækramörk. Hér er átt við þá,sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum. Ísland er aðili að mörgum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.Þeirra mikilvægastur er mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.Samkvæmt henni eiga allar þjóðir að búa við félagslegt öryggi.Í yfirlýsingunni segir,að tryggja eigi öllum góða heilsu og vellíðan.Þá er hvers konar mismunun bönnuð í mannréttindasáttmálum. Ef efnahagsáföll koma upp á ekki að  færa kjör aldraðra og öryrkja til baka án þess áður sé kannað hvort unnt er að fara aðrar leiðir.

Árin 2009 og 2010 var lífeyrir frystur. Láglaunafólk fékk
á því tímabili 16% kauphækkun en aldraðir og öryrkjar fengu ekki
eina krónu eftir 1. jan. 2009.

1. maí sl. fékk láglaunafólk 30 þúsund
króna kauphækkun á mánuði en aldraðir og öryrkjar ekki eina
krónu. Og lífeyrisþegum var hreinlega tilkynnt, að þeir fengju enga
hækkun í 8 mánuði! Þetta er mismunun og gróft mannréttindabrot.
Lífeyrisþegum er neitað um hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. 

 Allar vinnandi stéttir þjóðfélagsns fengu  miklar launahækkanir sl ár en kjörum aldraðra og öryrkja var haldið niðri.

Lágmarkslaun hækkuðu um 14.5% ( 31000 kr) 1.mai en lífeyrir hækkaði ekki í kjölfarið. Þetta var gróft mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband