Nógir peningar fyrir kjarabótum aldraðra og öryrkja

Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum 2009 hafði orðið bankahrun í landinu og ríkissjóður var í 216 milljarða skuld.Það blasti við þjóðargjaldþrot og reyndist erfitt að fá lyf,bensín og það nauðsynlegasta til landsins.Það varð hlutskipti ríkisstjórnar Jóhönnu að rétta þjóðarbúið við .Til þess varð að gera erfiðar og sársaukafullar ráðstafanir og fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum vinaþjóðum.Ríkisstjórn Jóhönnu tókst að rétta þjóðarbúið við og afstýra þjóðargjaldþroti og þegar hún fór frá var nokkurn veginn búið að greiða upp skuld þjóðarbúsins.

Ný ríkisstjórn tók við  góðu búi.Afkoma rikissjóðs hefur stöðugt farið batnandi, m.a. vegna mikils ferðamannastraums og nú eru nógir peningar til.Það er því góð aðstaða í dag til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.En ríkisstjórnin  hefur ekkert viljað gera í því efni. Hún lætur aldraða og öryrkja ekki einu sinni fá lögbundnar hækkanir  lífeyris til samræmis við hækkanir launa.Aldraðir og öryrkjar voru dregnir í 8 mánuði á síðasta ári á hækkunum,sem þeir áttu rétt á og loks þegar þeir fengu einhverja hækkun eftir þessa löngu bið var hækkunin miklu minni en launafólk hafði fengið.Það er því verið að níðast á öldruðum og öryrkjum. Og ekki er heldur farið að efna stærstu kosningaloforðin,sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013.Ríkisstjórnin hefur enga afsökun lengur fyrir afgerðarleysi gagnvart þessum hópum. Það eru nógir peningar til.Ríkisstjórnin ætti því að sjá sóma sinn í því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja myndarlega.Lágmarksleiðrétting er 30% hækkun lífeyris.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Björgvin- einstaklingur sem á bíl og húsnæði þarf Minnst 300.000 kr. í mánaðarlaun- þótt öryrki eða gamall se.

 Það erþað sem vantar um mánaðarmót  og þegar fólk er svo búið að fá nóg að þurfa að biðja vini og vandamenn um hjálp- gefst það upp- likamlega og andlega. En þeir SEM ERU Í LEIGUHÚSNÆÐI HLJÓTA AÐ VERA Í SLÆMUM MÁLUM.

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.5.2016 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband