Aldraðir og öryrkjar skattpíndir af ríkinu

 

 

Á sama tíma og stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri , að ekki er unnt að lifa af honum, hafi menn aðeins tekjur frá almannatryggingum, er verið að skattleggja aldraða og öryrkja harkalega. Í Noregi er lífeyrir aldraðra skattfrjáls.Það ætti að vera eins hjá okkur.Þá er virðisaukaskattur á lyfjum hærri hér en í mörgum nágrannalöndum okkar. Í sumum löndum er enginn virðisaukaskattur lagður á lyf.Það væri góð kjarabót fyrir aldraða og öryrkja, ef virðisaukaskattur væri felldur niður af lyfjum eða lækkaður verulega.Hann er hæstur hér.

Þá væri það einnig góð kjarabót fyrir aldraða og tekjulága að  hækka skattleysismörkin verulega.Skattleysismörkin eru núna  rúmar 142 þúsund krónur en þyrftu að vera 200 þúsund krónur.Slík hækkun mundi bæta kjör þeirra eldri borgara,.sem hafa engan eða lítinn lífeyrissjóð.Það mundi einnig bæta kjör annars lágtekjufólks.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband