Afnema verður tekjutengingar og stórhækka lífeyri!

Ef nýtt alþingi,sem kosið verður í kosningum í  haust,á að breyta almannatryggingum,þarf að gera tvennt: Afnema tekjutengingar í kerfi almannatrygginga og stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja.

Miðað við skoðanakannanir verða Piratar með stærsta þingflokkinn eftir kosningar.Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pirata vill afnema tekjutengingar í kerfi almannatrygginga.Í því máli er hann sammála öldruðum en það hefur lengi verið eitt helsta baráttumál þeirra að afnema tekjutengingar enda mjög ranglátt að refsa öldruðum fyrir að greiða í lífeyrissjóð og fyrir að vinna. Samkvæmt nýju tillögunum munu aldraðir og öryrkjar sæta meiri skerðingum vegna atvinnutekna en í dag.Samkvæmt nýju tillögunum á lífeyrir aldraðra og öryrkja ekkert að hækka,heldur að vera óbreyttur. Samt liggur fyrir,að ekki er unnt að lifa af lífeyrinum.Hann er svo lágur.Það verður því að umbylta nýju tillögunum eða semja algerlega nýjar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband