Valkvæð yfirvinna bönnuð með lögum!!

 

 

 

Sú ráðstöfun ríkisstjórnar og alþingis að setja lög á flugumferðarstjóra vegna yfirvinnubanns þeirra er mjög umdeilanleg.Það, sem gerir kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia sérstæða,  er sú staðreynd,að flugumferðarstjórar hafa ekki verið í verkfalli heldur í yfirvinnubanni.Yfirvinna flugumferðarstjóra er valkvæð eða m.ö.o. flugumferðarstjórar ráða því hvort þeir vinna yfirvinnu eða ekki. Hvernig er þá unnt að setja lög á þá og banna þeim að vinna yfirvinnu? Það stenst ekki. Þetta er hrein valdníðsla. Flugumferðarstjórar gripu til mjög mildra aðgerða. Þeir gerðu ekki verkfall. Þeir felldu niður yfirvinnu að nóttu til, sem olli töfum á flugi. Þeir hefðu getað stöðvað flug í einn dag eða hálfan dag í einu. En það var einskis metið hjá þeim þó þeir gripu til mildari aðgerða.

 Mér er til efs,að brugðist hefði verið eins við yfirvinnubanni hjá öðrum stéttum.Raunar tel ég víst,að það hefi ekki verið gert.Þá finnst mér mjög villandi hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um launamál flugumferðarstjóra. Einungis hefur verið rætt um heildartekjur flugumferðarstjóra og býsnast yfir hvað þær væru háar. En það rétta er að fjalla á   um föst laun án yfirvinnu og bera þau saman við föst laun annarra stétta.Það er hinn rétti samanburður. En enginn fjölmiðill gerði það.Flugumferðarstjórar hafa löngum borið sig saman við flugmenn. Laun flugumferðarstjóra hafa dregist aftur úr launum flugmanna og launakröfur flugumferðarstjóra hafa miðast við að að brúa það bil. Það er eðlilegt.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband