Lækka má matarverð um 35%; mikil kjarabót aldraðra og öryrkja

 

Neytendasamtökin hafa sýnt fram á, að matvara gæti verið 35% ódýrari ef tollar og innflutningshindranir á matvöru (landbúnaðarvörum) verða felldir niður.Hér fara á eftir dæmi um verðmun á nokkrum vörutegundum,þ.e. hversu mikið þær mundu lækka, ef  tollum og hindrunum væri rutt úr vegi:

Ostur 33-43 %

Kindakjöt 21-36%

Kjúklingar 35-53%

Egg 30%

Svínakjöt 19-22%

Nautakjöt 36-44%.

Hér er gerður samanburður á  verði í Bónus,í febrúar 2016 og verði innfluttrar vöru eins og það væri ef varan væri tollfrjáls og án innflutningshindrana.

Ef þessar ráðstafanir yrðu gerðar mundu íslenskir neytendur spara 22 milljarða  á ári en auk þess mundu sparast  14 milljarðar í skattgreiðslum,vegna styrkja eða alls mundi hagræði  neytenda vera

36 milljarðar á ári eða  100 þúsund krónur á hvern  Íslending.

Lækkun á verði landbúnaðarvara yrði bein kjarabót fyrir eldri borgara og öryrkja. Matarreikningurinn er mjög hár í rekstri hvers heimilis.Og þegar erfitt er að láta enda ná saman skiptir miklu máli, ef unnt er að lækka matarreikninginn um 35% eins og Neytendasamtökin segja, að unnt sé að gera. Þetta er því brýnt hagsmunamál aldraðra og öryrkja.

Það er gert ráð fyrir því í alþjóðasamningum, sem Ísland er aðili að, að tollar á innfluttum landbúnaðavörum lækki og falli niður á ákveðnum tíma. Íslensk stjórnvöld hafa hunsað þessa samninga og ekki fellt niður tolla í eins ríkum mæli og samningar kveða á um.Það er krafa neytenda að staðið verði við þessa samninga og tollar lækkaðir og felldir niður.Undir þá kröfu hljóta aldraðir og öryrkjar að taka.Þessi lækkun gæti skipt sköpum fyrir þá sem minnst hafa.

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér Björgvin að neytendasamtökin hafa haldið þessu fram en það er kolrangt hjá þér að þeir hafi sýnt fram á þetta.  Erna Bjarnadóttir hagfræðingur bndasamtakanna hefur hinsvegar sýnt fram á rangindin í þessum fullyrðingum með alvöru gögnum.  Í þessum samburði er t.d. tekið mið af svokölluðu heimsmarkaðsverði án tillits til nokkurra annarra þátta t.d. markaðsaðstæða á Íslandi.  Heimsmarkaðverð á mjólk er t.d. fundið út með því að skoða uppboðsverð á smjöri og unanrennudufti.  Vilt þú Björgvin fá mjólkina þína þannig?  Ef þetta er svona einfalt eins og neytendasamtökin halda fram afhverju er verð á ávöxtum á íslandi svo miklu hærra hér en á meginlandinu? Þar eru engir tollar. Reyndar er raunverulegur verðmunur á ávöxtur hér og í Evrópu mun meiri en á lanbúnarvörum almennt. Hefur þú pælt í því Björgvin?  Mikið finnst mér það alltaf aumt þegar einn hópur og/eða stétt ræðst á kjör og stöðu annars hóps í baráttu fyrir betri kjörum.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 27.6.2016 kl. 11:02

2 identicon

Tek undir með Stefáni hér að ofan og svona grunnhyggið skrifblaður eins og í pistli grefur undan trúverðugleika þínum Björgvin í annars virðingaverðri baráttu fyrir því að staðið sé við loforð um bætt kjör eldriborgara og öryrkja!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband