Lífeyrir aldraðra og öryrkja óbreyttur í drögum að frumvarpi!

Félagsmálaráðherra,Eygló Harðardóttir,hefur lagt fram drög að frumvarpi  um endurskoðun laga um almannatryggingar.Er það mjög í samræmi við álit nefndar sem gerði tillögur um breytingar. Til dæmis er lífeyrir óbreyttur í drögunum.Hann hækkar ekkert frá því,sem nú er.Skerðing lífeyris vegna atvinnutekna eykst hjá öllum sem hafa meiri atvinnutekjur en 50 þúsund krónur á mánuði en skerðing minnkar nokkuð hjá þeim sem hafa lífeyrissjóðsgreiðslur.Öll frítekjumörk eru felld niður.Skerðing verður 45%  og kemur i stað annarrar skerðingar.

Eins og ég hef sagt undanfarið tel ég að afnema eigi skerðingar alveg.Það er það eina rétta enda var því lofað fyrir síðustu kosningar að tekjutengingar yrðu afnumdar.Við það á að standa.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband