Lífeyristökualdur hækki í áföngum í 70 ár

Samkvæmt drögum að frv. um almannatryggingar er gert ráð fyrir,að lífeyristökualdur hækki í áföngum í 70 ár en hann er í dag miðaður við 67 ára aldur.Breytinguna á að gera smátt og smátt á næstu 24 árum.Þessi breyting getur sparað ríkinu stórfé.Óvíst er því hvort ríkið græðir eða tapar á breytingum þeim, sem rætt er um á almannatryggingum.

Í dag mega ellilífeyrisþegar fresta töku lífeyris til 72 ára aldurs en samkvæmt drögunum verður heimilt að fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs.Frestun töku lífeyris hefur áhrif á fjárhæð lífeyris til hækkunar.

Mjög er misjafnt hvernig heilsufari eldri borgara er háttað. Þeir,sem eru góðir til heilsunnar vilja gjarnan fresta töku lífeyris  og þá geta þeir hugsað sér að vinna lengur en hinir,sem eru slæmir til heilsu, vilja ekki gera það.En miklar skerðingar lífeyris vegna atvinnutekna draga úr áhuga á að fresta töku lífeyris og vinna lengur.Og skerðingin eykst enn samkvæmt drögunum að nýju frumvarpi almannatrygginga.

Gert er ráð fyrir í drögunum að stíga fyrstu skref í því að taka upp starfsgetumat við ákvörðun örorkulífeyris í stað læknisfræðilegs mats,sem gildir í dag.Öryrkjabandalagið var andvígt þessum tillögum í nefndinni sem samdi tillögurnar. Því heitir það svo, að um tilraunaverkefni verði að ræða til innleiðingar starfsgetumats.

Félagsmálaráðherra segir,að ætlunin sé að skapa hvata fyrir aldraða til aukinnar atvinnuþátttöku.Besti hvatinn væri að fella niður skerðingu á lífeyri TR vegna atvinnutekna.Það ætti að vera nóg fyrir ríkið að fá skattinn.En það skapar ekki hvata að auka skerðingu vegna atvinnutekna eins og drögin gera ráð  fyrir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband