Aukin skerðing vegna atvinnutekna-lífeyrir óbreyttur!

Drög að nýju frumvarpi um almannatryggingar,sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram,vekur ekki mikla lukku. Í fylgskjali með frumvarpinu segir að markmið frumvarpsins sé meðal annars að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara.En í drögunum kemur fram,að samt á að auka skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna.Ekki stuðlar það að aukinni atvinnuþátttöku.

Hér fer á eftir tafla,sem sýnir hvernig skerðing lífeyris almannatrygginga eykst við mismunandi miklar atvinnutekjur,verði frumvarpið samþykkt.

100 þúsund kr.“8.324″ kr.
150 þúsund kr “ 14.515 “ kr.
250 þúsund kr “ 17.363 „kr.
300 þúsund kr “ 18.787 „kr.
350 þúsund kr “ 20.211 „kr.
400 þúsund kr “ 36.902 „kr.

Eldri borgarar hafa engan áhuga á því að  vera á vinnumarkaðnum ef ríkið tekur stóran hluta af atvinnutekjunum í skerðingar og skatta.Í stað þess að auka skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna ætti að fella þá skerðingu niður eins og lofað hefur verið og jafnframt ætti að lækka skatta á atvinnutekjum aldraðra.Fella ætti einnig niður skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði eins og lofað hefur verið.

Brýnast er þó að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja,sem ekki hafa neinar tekjur nema lífeyri almannatrygginga.Frumvarsdrögin gera ekki ráð fyrir neinni hækkun hjá þeim hóp.Lífeyrir þessa hóps á að vera óbreyttur upp á krónu. Þó liggur það fyrir,að ekki er unnt að framfleyta sér af þessari hungurlús, 185 þúsund -207 þúsund á mánuði eftir skatt.Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki þennan lífeyri?

 

Björgvin Guðmundsson 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband