Allir sitji við sama borð í heilbrigðiskerfinu!

Nú er mikið rætt um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og hægri menn telja,að það mundi leysa fjárhagsvanda kerfisins.Ríkisstjórnin er að einkavæða tvær heilsugæslustöðvar.Þá fundust all í einu peningar en engir peningar hafa fundst i heilsugæsluna mörg undanfarin ár.Hún hefur verið fjársvelt.En þetta er ekki nýtt deilumál 15.febrúar 2004 skrifaði ég m.a. eftirfarandi í grein í Morgunblaðinu:(fjárhæðir eru orðnar úreltar)

Við Íslendingar viljum ekki slíkt kerfi(einkarekstur í heilbrigðiskerfinu). Við viljum ekki að þeir efnameiri hafi forgang í heilbrigðiskerfinu. Við viljum að allir sitji við sama borð. Oftast segja talsmenn einkareksturs í heilbrigðiskerfinu, að ekki sé meiningin að mismuna eftir efnahag. En það segja þeir aðeins á meðan þeir eru að koma breytingunni á. Að sjálfsögðu mundi einkarekstur í heilbrigðiskerfinu þýða, að tekin yrðu upp sjúklingagjöld í auknum mæli ella yrði fjárhagslegur ávinningur lítill. Menn nefna gjarnan í þessu sambandi „litlar“ upphæðir fyrir aðgerðir, t.d. 18.000 kr. En menn athuga ekki að þeir sem aðeins hafa 100 þús kr. á mánuði hafa ekki efni á því að greiða 18.000 kr. fyrir aðgerð.  

     „Við Íslendingar viljum ekki slíkt kerfi. Við viljum ekki, að þeir efnameiri hafi forgang í heilbrigðiskerfinu. Við viljum, að allir sitji við sama borð.“

Björgvin Guðmundsson

    

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband