Ráðherrarnir verða að efna kosningaloforðin eða hætta ! Ný loforð duga ekki

Ég er margoft búinn að minna á það,að stjórnarflokkarnir eiga eftir að efna stærstu kosningaloforðin,sem þeir gáfu eldri borgurum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar tímabilsins 2009-2013.Flokkurinn lofaði að leiðrétta lífeyri tímabilsins 2009-2013 þannig,að lífeyrir yrði hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa á tímbilinu. Það hefur ekki verið efnt. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ber sem formaður ábyrgð á þessum vanefndum flokksins. En auk þess gaf hann sjálfur persónulega loforð í bréfi til eldri borgara 2013 og lofaði,að hann mundi afnema allar tekjutengingar ellilífeyris hjá TR. Hann hefur svikið það líka.Loforðið fól í sér að afnema skerðingu lífeyris almannatryggnga alveg. En í stað þess hefur ríkisstjórnin nú lagt fram drög að frumvarpi,sem gerir ráð fyrir því, að skerðing lífeyris TR vegna atvinnutekna verði stóraukin!Það gengur þvert gegn loforði Bjarna.Skerðing lífeyris almannatrygginga vegna greiðslna  úr lífeyrissjóði hefur heldur ekki verið afnumin heldur á að draga úr henni samkvæmt frumvarpsdrögunum. Það er heldur ekki í samræmi við loforð Bjarna. Það er því sama hvar borið er niður: Það blasa alls staðar við svik á kosningaloforðum.En á sama tíma er Bjarni byrjaður að gefa ný kosningaloforð,sbr. yfirlýsingar hans í þættinum Á Sprengisandi síðasta sunnudag og mikil loforð hans í viðtali í Mbl.Það þarf mikið hugrekki til þess að koma fram fyrir almenning með ný kosningaloforð,þegar gömlu kosningaloforðin hafa verið svikin. Þau yrðu svikin líka.Bjarni og leiðtogar Framsóknar eiga aðeins tvo kosti í stöðunni: Að efna öll kosningaloforðin á þinginu í næsta mánuði eða að draga sig í hlé og fá sér eitthvað annað að gera.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband