Góður fjárhagur ríkissjóðs en engar efndir kosningaloforða!

Sigurður Ingi forsætisáðherra flutti mikla lofræðu um ríkisstjórnina á fyrsta degi sumarþingsins í gær. og var af máli hans helst að skilja,að hér drypi smjör af hverju strái.En þrátt fyrir lofsöng hans um góðan efnahag þjóðar og góðan fjárhag minntist hann ekki einu orði á,að flokkur hans,sem hann er varaformaður í,ætlaði að efna kosningaloforðin,sem gefin voru öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013.Þessr herrar telja,að þeir geti gefið kjósendum langt nef.Þeir halda,að kjósendur séu búnir að gleyma kosningaloforðunum frá síðustu kosningum.En svo er ekki.Sigurður Ingi lýsti því yfir í ræðu 17.júní á Austurvelli,að enginn ætti að þurfa að líða skort hér á landi. En þetta voru innan tóm orð. Hann hefur ekkert gert síðan til þess að tryggja,að aldraðir og öryrkjar liðu ekki skort,þeir sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu.Þó ætti hann að vita sem forsætisráðherra landsins,að endar ná ekki saman hjá þessum hópi aldraðra og öryrkja.Þeir verða að neita sér um margt og stundum mat!

Sigurður Ingi hefur tileinkað sér sömu áróðurstækni og Sigmundur Davíð  að slá fram einhverjum órökstuddum fullyrðingum sem enginn fótur er fyrir.Þannig slengdi Sigurður Ingi fram í ræðu sinni í gær einhverri stórri tölu um velferðarmál,sem hann útskýrði ekkert nánar.En aldraða og öryrkja, sem eiga að draga fram lífið á 200 þúsund á mánuði eftir skatt, varðar ekkert um einhverja milljarða,sem ríkisstjórnin segist hafa látið í hitt og þetta,þegar þeir hafa eftir sem áður sömu hungurlúsina til þess að lifa af.Það er lítil huggun fyrir aldraða og öryrkja að vita af ráðherrar,þingmenn og æðstu embættismenn hafa hátt í aðra milljón í tekjur á mánuði,þegar þeir sem hafa lægstu tekjurnar meðal aldraðra og öryrkja hafa eftir sem áður 185-207 þúsund á mánuði eftir skatt,þeir sem hafa engan lífeyrissjóð og þeir sem hafa lægsta lífeyrissjóðinn eru lítið betur settir.

Við krefjumst þess,að kosningaloforðin frá 2013 verði efnd strax á þessu sumarþingi og lífeyrir hækkaður  um 30%. Eins og ég hef sagt áður eiga stjórnmálamenn,sem svíkja kosningaloforð sín að draga sig í hlé og hætta.Annað er siðlaust.

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband