Lífeyrir aldraðra og öryrkja lægri en á kreppuárunum samanborið við lágmarkslaun!

 

Stjórnarherrarnir eru eina ferðina enn að guma af miklum framlögum til velferðarmála.Sigurður Ingi forsætisráðherra tekur nú þátt í þessari áróðursherferð,sem engin innistæða er fyrir.

Þessi talnaleikfimi á að sannfæra aldraða og öryrkja um að 185 þús-207 þúsund á mánuði eftir skatt  sé nóg og meira en nokkru sinni fyrr!

Það skiptir engu máli hvað greiðslur almannatrygginga hækka mikið í milljónum. Hið eina sem skiptir máli er hvað fæst fyrir peningana og hvort það sé nóg og mannsæmandi til framfærslu.Einnig skiptir máli að lífeyrir hækki i samræmi við lög og ekki minna en lágmarkslaun. Staðtölur Tryggingastofnunar leiða í ljós,að svo er ekki: Síðasta ár námu  greiðslur TR til einhleypra ellilífeyrisþega með eingreiðslum 94,5% af lágmarkslaunum, þ.e. voru langt undir lágmarkslaunum.Þetta var langt undir því sem var á kreppuárunum, þegar þjóðin var að verða gjaldþrota en árið 2010 nam lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega 115 % af lágmarkslaunum eða langt yfir þeim.Tölur fyrir 2016 eru ekki tilbúnar.

Tölur um heildarútgjöld TR skipta engu máli i þessu sambandi.Inni í þeim eru atvinnuleysisbætur,slysabætur, sjúkrabætur,umönnunargreiðslur og alls konar liðir sem ekki koma lífeyri aldraðra og öryrkja neitt við. Tölurnar eru birtar til þess að villa um fyrir fólki.

Stjórnvöldum væri nær að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega svo hann dygði til framfærslu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband