Stjórnarflokkarnir ætla að svíkja kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!

Ég sagði áður en sumarþing alþingis kom saman,að nú væru síðustu forvöð fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforð sín við  aldraða og öryrka.En á þessum fáu dögum,sem þingið hefur setið,hefur það komið skýrt í ljós,að stjórnarflokkarni ætla að svíkja þessi kosningaloforð.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðusflokksins hefur beinlínis skammast út í Eygló Harðrdóttur félagsmálaráðherra fyrir að minnast á það,að hækka þyrfti framlög til aldraðra og öryrkja.Bjarni kallar þetta "ódýrt" útspil hjá Eygló.

Sigurður Ingi forsætisráðherra notar aðra aðferð.Hann segir,að það sé búið að efna öll loforðin!Það er sama aðferðin og Sigmundur Davíð  notaði þar til hann datt út úr stól forsætisráðherra.En eftir það hefur Sigmundur Davíð sagt,að bæta þurfi kjör aldraðra og öryrkja áður en gengið verði til alþingiskosninga.En þeir Sigurður Ingi  og  Bjarni Ben hafa ekki hlustað á Sigmund. Ljóst er,að stjórnin er,að liðast í sundur.

Hvorki leiðtogar ríkisstjórnarnnar né þingmenn stjórnarmeirihlutans,aðrir en Sigmundr Davíð,hafa minnst á það að bæta þurfi kjör aldraðra og öryrkja.Það er því ljóst,að ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera í því máli. Stjórnarflokkarnir ætla að svíkja kosningaloforðin við aldraða og öryrkja.

Stærstu loforðin eru tvö: 1) Loforðið um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þýðir 23% hækkun lífeyris. 2) Loforð Bjarna Benediktssonar í bréfi til eldri borgara um að hann ætlaði að afnema allar tekjutengingar ellilífeyris hjá TR.Þýðir m.a. að hætta að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Bæði þess loforð eru gífurlega mikilvæg fyrir lífeyrisþega. Framkvæmd á fyrra loforðinu þýðir það að  lífeyrir fer í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði en  það er sama upphæð og verkafólk hefur samið um að fá.Framkvæmd seinna loforðsins þýðir það,að Tryggingastofnun hættir að láta greipar sópa um lífeyri eldri borgara úr lífeyrissjóðum ( það er ígildi þess) og eldri borgarar geta notið lífeyrissparnaðar  lífeyris í lífeyrissjóðum án skerðingar lífeyris TR á móti.

Það eina sem núverandi ríkisstjórn hefur gert til þess að efna kosningaloforð frá kosningunum 2013 er eftirfarandi: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað á ný í 109 þúsund kr á mánuði. Og hætt var að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Hvort tveggja er afturkallað aftur í frumvarpi að almannatryggingalögum: Frítekjumörk afnumin og grunnlífeyrir felldur niður!Það blasir því ekkert við nema svik við aldraða og öryrkja. Þetta eru mestu kosningasvik í sögunni við aldraða og öryrkja og þau bætast við svikin við að afnema verðtrygginguna en það er nú einnig ljóst,að þetta stærsta kosningaloforð Framsóknar verður einnig svikið.Það að banna ákveðnum hópi manna að taka 40 ára verðtryggð lán eru engar efndir á því loforði.Eftir sem áður getur ungt fólk og tekjulágt tekið verðtryggð 40 ára lán og öllum verður eins og áður frjálst að  taka 25 ára verðtryggð lán. Verðtryggingin stendur þvi áfram.Stjórnarflokkarnir svíkja það loforð einnig.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem ég skil ekki í málflutningi þínum Björgvin hvers vegna þú spyrðir alltaf saman aldraða og öryrkja.  Því ég held að það séu ekki sömu hagsmunir hjá báðum hópunum eins og kemur reyndar fram í afstöðu talsmanna þeirra varðandi tillögur um breytingar á almannatryggingalögunum. Ég hélt að þú værir talsmaður eldri borgara en ekki öryrkja eða er ég að misskilja hlutverk þitt?

Jón Halldór Magnússon (IP-tala skráð) 25.8.2016 kl. 18:39

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Jón!

Ég var formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk þar til í febrúar sl, að ég sagði af mér eftir 10 ára starf.Sem slíkur gætti ég fyrst og fremst hagsmuna aldraðra og barðist fyrir þá. Núna er ég pistlahöfundur og skrifa reglulega greinar í Fréttablaðið um kjaramál aldraðra og oftast einnig um kjaramál öryrkja. Mér er það ljóst, að hagsmunir aldraðra og öryrkja fara ekki alltaf saman en oft gera þeir það. Til dæmis eru þeir aldraðir og öryrkjar,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum með sv ipaðan lífeyri; aðeins þeir öryrkjar,sem hafa aldurstengda örorkuuppbót hafa örlítið hærra.En aðrir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög ólík kjör. En ég er fyrst og fremst að berjast fyrir bættum kjörum þeirra  eldri borgara,sem eingöngu hafa tekjur frá TR,þar eð ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim lága lífeyri,sem þeir fá.En þegar þeir lægst launuðu fá hækkun,hækka aðrir samsvarandi. Ég berst að vísu einnig fyrir afnámi tekjutenginga, sem mundi þýða það ,ef málið næði fram að ganga að hætt yrði að skerða lífeyri TR vegna lífeyrisgreiðslna, og tekna af atvinnu og fjármagni. Það mál mundi nýtast stórum hópi aldraðra.

Með bestu kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 25.8.2016 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband