Aldraða og öryrkja munar mest um efndir á kosningaloforðunum!

Nú styttist í alþingiskosningar,sem verða í næsta mánuði. Stjórnmálamenn i valdastólum eru byrjaðir að lofa kjósendum öllu fögru. En aldraða og öryrkja munar mest um að fá uppfyllt kosningaloforðin frá síðustu kosningum,2013.Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 23% til þess að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans samkvæmt útreikningum Talnakönnunar fyrir Öbi og samkvæmt útreikningum kjaranefndar FEB sem gerðir voru á sínum tíma.Lífeyrir einhleypra er í dag 246 þúsund á mánuði fyrir skatt. 23% hækkun gerir 56.580 kr á mánuði.Ef loforðið er efnt mundi lífeyrir þeirra,sem einungis hafa  tekjur frá almannatryggungum hækka um 56.580 kr fyrir skatt og aðrir hækka hlutfallslega. En samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra hækka þeir lægst launuðu ekkert.Annað stórt loforð frá síðustu kosningum skiptir einnig miklu máli og vigtar mikið.Og það er loforð Bjarna Benedikttssonar um að afnema allar tekjutengingar.Samkvæmt þvi mundu allar skerðingar lífeyris TR falla niður vegna greiðslna úr lífeyrissjóði,vegna atvinnutekna og vegna fjármagnstekna.Ef Bjarni og ríkisstjórnin stendur við að efna þetta kosningaloforð er frumvarp félagsmálaráðherra  óþarft.Kjarabætur félagsmálaráðherra mundu blikna í samanburði við þær kjarabætur,sem fjármálaráðherra lofaði öldruðum og öryrkjum í bréfinu til þeirra 2013.

Síðan er eðlilegt,að ríkisstjórnin leiðrétti einnig lífeyri vegna nýrrar kjaragliðnunar 2013-2015. Hækka þarf lífeyri um 10% til þess að framkvæma það. Síðan þarf að ljúka við að afturkalla kjaraskerðingu frá 2009.Það er af  nógu að taka. Ekki er útlit fyrir,að ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna ætli að efna kosningaloforðin. Þeir geta þvi farið að leita sér að nýrri vinnu. Þeir geta ekki leikið sama leikinn aftur.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband