Ríkið seilist bakdyramegin í lífeyrissjóði eldri borgara!

Því miður virðist mikill misskilningur ríkja um frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á almannatryggingum.Margir virðast telja og þar á meðal ýmsir stjórnarþingmenn (sennilega önnum kafnir),að frumvarpið bæti verulega hag þeirra verst settu meðal aldraðra og öryrkja. En svo er ekki. Frumvarpið bætir ekki hag þeirra sem einungis hafa tekjur (lífeyri) frá almannatryggingum neitt,ekki um eina einustu krónu.Þetta er ótrúlegt og eðlilegt,að margir eigi erfitt með að trúa þessu. En hvað felst þá í frumvarpinu eftir 3 ja ára undirbúning? Jú það eru breytingar á skerðingarákvæðum.Skerðing lífeyris TR vegna atvinnutekna eykst.Með öðrum orðum: Ef eldri borgari vill vinna eftir að hann kemst á eftirlaunaaldur þá skerðist lífeyrir hans hjá TR meira en áður.Ótrúlegt. Skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnkar hins vegar lítillega.En þó ekki hjá þeim sem hafa lægsta lífeyrinn úr lífeyrissjóði og ekki heldur hjá þeim,sem hafa hæsta lífeyrinn úr lífeyrissjóði.Grunnlífeyrir fellur niður þó nýlega sé búið að endurreisa hann.Það  er einnig ótrúlegt.Sá,sem hefur 50 þúsund kr úr lífeyrissjóði hagnast um 2-3 þúsund á mánuði eftir skatt. Og sá,sem hefur 100 þúsund úr lífeyrissjóði hagnast um 17 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.En sá,sem hefur ekkert úr lífeyrissjóði hagnast ekki neitt.

Ég tel,að afnema eigi skerðingu lífeyris alveg vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það á ekki að minnka skerðingar;það á að afnema þær. Ríkið á ekkert með að seilast bakdyramegn í lífeyrissjóði eldri borgara. Aldraðir eiga þennan lífeyri og eiga að fá hann óskertan.Því var lofað fyrir síðustu kosningar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er ótrúlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2016 kl. 09:57

2 identicon

Þú sem hefur lifað og hræst í pílitík í átatugi ættir að vita að einmitt svoleiðis fólk telur sig vita allt manna best, og þess vegna gerir fólk í pólitík í dag ekkert að viti í þessu máli !

Eldirborgarar þurfa að skilja að þeir þurfa að hugsa allt upp á nýtt og hætta að eyða atkvæðum sínum á fjórflokkinn  !  Í dag er hægt að nota atkvæði sitt skynsamlega !

JR (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 12:58

3 identicon

Það er ekki rétt að þetta sé ótrúlegt. Þetta er það sem núverandi stjórnarflokkar gera helst, að ræna fátæka og gefa ríkum. Þetta máttum við vita að myndi gerast. ,,Aldraðir eiga þennan lífeyri og eiga að fá hann óskertan. Því var lofað fyrir síðustu kosningar."

Smári Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 20:15

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já satt segir þú. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2016 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband