Kjósum kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja !Lífeyrissjóðirnir eru ekki samningsatriði.Við eigum þá!

Fyrir nokkru lagði ég til,að í væntanlegum alþingiskosningum mundum við kjósa kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja.Með öðrum orðum: Við mundum kanna hvaða frambjóðendur og flokkar styddu kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum,ekki aðeins í orði heldur á borði.Nú sýnist mér Kári Stefánsson vilja fara svipaða leið í heilbrigðismálunum.Hann boðar það,að ef Bjarni Ben og ríkisstjórnin  gera ekki nægilegt átak(sbr undirskriftasöfnun hans)í heilbrigðismálum muni hann vinna gegn því,að menn kjósi stjórnarflokkana.Það er ágæt lína; það er svipuð lína og ég hef boðað.

Eins og ég hef verið að benda á er komið í ljós,að stjórnarflokkarnur ætla ekki að efna hin stóru kosningaloforð,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir síðustu kosningar 2013.Þeir ætla augljóslega að svíkja loforðið um að leiðrétta lífeyri vegna tímabilsins 2009-2013 en efndir á því loforði þýðir 23% hækkun lífeyris eða 56580 kr  á mánuði. Það er sú hækkun,sem koma þarf tik framkvæmda strax til þess að unnt sé að framfleyta sér af lífeyri almannatryggunga.Svar stjórnarflokkanna við kröfunni um efndir á þessu kosningaloforði er að segja,að draga eigi úr skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði  og auka skerðingu vegna atvinnutekna ( nýtt frv um almannatryggngar).En annað stórt loforð stjórnarflokkanna ( Bjarna Ben) var að afnema ætti alveg tekjutengingar,afnema skerðingar að fullu.Það felast því engar efndir í kosningaloforðunum með því að draga úr skerðingum.Lífeyrisþegar eiga lífeyrinn,sem þeir hafa greitt i lífeyrissjóð.Það er ekki samningsatriði að þeir fái hann greiddan að fullu þegar þeir fara á eftirlaun.

Aldraðir og öryrkjar geta ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn eftir svik kosningaloforðanna.Þeir verða að kanna hverjir af hinum flokkunum standa með kjarabótum þeim til handa.

Björgvin Guðmundssin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband