Ríkið hirðir megnið í sköttum og skerðingum!

Undanfarið hefur Félag eldri borgara í Reykjavik unnið að því að eldri borgarar fengju að vinna lengur en til 67 ára aldurs.Hefur félagið meðal annars rætt við fyrirtæki í þessum tilgangi til þess að athuga hvort þau vildu ráða eldri borgara í vinnu,í hlutastörf eða fullt starf.Einhver fyrrtæki hafa tekið þessu vel. En það er einn hængur á: Ríkið,Tryggingastofnun, tekur svo mikið af lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum í skerðingar  og ríkið skattleggur hverja krónu,sem eldri borgarar vinna sér inn.

Í dag er það svo,að eldri borgarar mega hafa 109 þúsund krónur á mánuði í tekjur án þess það skerði lífeyri þeirra hjá TR. Frítekjumark er 109 þúsund. En samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar breytist þetta.Þá falla öll frítekjumörk niður og í staðinn kemur 45% skerðingarhlutfall vegna allra tekna sem eldri borgarar hafa aðrar en tekjur almannatrygginga og séreignalífeyrissparnað.Það er þá lítið gagn í því að ellilífeyrisþegar fái vinnu lengur.Það  fer allt í skatt og skerðingar. Og það furðulega er, að skerðing vegna atvinnutekna eykst verði nýja frumvarpið um TR lögfest; þó segast stjórnvöld vlja stuðla að því,að eldri borgarar geti verið lengur á vinnumarkaðnum!Það er ekki heil brú í þessu. Raunar ættu atvinnutekjur eldri borgara að vera skattfrjálsar.

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar halda skerðingar áfram. Þær minnka vegna lífeyrisgreiðslna í stað þess að falla  niður en þær aukast vegna atvinnutekna þó undarlegt sé.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og lofaði því að afnema allar tekjutengingar,allar skerðingar,kæmist hann til valda.Hann komst til valda og fékk óskastarfið,embætti fjármálaráðherra,valdamesta embættið.Hann hefur því haft alla möguleika til þess að efna loforð sitt við eldri borgara.En Bjarni sveik loforðið. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að muna það.Auk þess hefur Bjarni svikið loforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það þarf að hækka lífeyri um 23% til þess að efna það.Bjarni hefur líka svikið það loforð.Það er eins og Kári Stefánsson segir: Það er ekki að marka eitt einasta orð hjá honum!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir eljusemina í baráttunni fyrir að aldraðir verði metnir sem venjulegir þegnar þessa lands, Björgvin.

Það virðist vera sama hverjir eru við stjórnvölinn, hvort það eru íhaldsöflin eða afturhaldsöflin. Fyrir kosningar eru allir stjórnmálamenn sammála um að bæta þurfi hag aldraðra og öryrkja, en eftir kosningar virðast þessi mál gleymast. Þeir sem lenda í stjórnarandstöðu láta kjurt liggja, nema þegar einhver skelfingarfrétt af einstakling poppar upp, þá vill það fólk allt gera til að bæta ástandið. Þegar síðan fjarar undan fréttinni, fjarar undan viljanum til aðgerða. Þeir stjórnmálamenn sem lenda í stjórn, láta aftur sem eyru þeirra og augu hafi tapað getu til að heyra og sjá og vona í lengstan veg að svo sé einnig hjá kjósendum. Þarna breytir litlu hverjir veljast til að stjórna landinu og hverjir veljast til að veita þeirri stjórn aðhald.  

Það er skömm af því hvernig komið er fram við það fólk sem af eljusemi og fórnfýsi gerði landið að því sem það er í dag, hvernig komið er fram við það fólk sem tókst að koma landinu úr örbyrgð yfir í að vera eitt af ríkustu löndum heims. Þá skömm eiga ALLIR stjórnmálamenn þessa lands!!

Gunnar Heiðarsson, 4.9.2016 kl. 08:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Gunnari þú átt heiður skilinn fyrir skrif þín og ábendingar um öryrkja og eldri borgara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2016 kl. 11:05

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

tAKK FYRIR AÐ HALDA UPPI BARRÁTTU SEM VIRÐISTVONLAUS.

Erla Magna Alexandersdóttir, 4.9.2016 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband