Ríkisstjórnin hundsar kröfur og tilmæli Landssambands eldri borgara!

 

 

 

Ríkisstjórnin hefur hundsað  óskir Landssambands eldri borgara um aðgerðir í kjaramálum. Síðasta þing sambandsins óskaði eftir því, að stjórnvöld gerðu átak í því að skapa eldra fólki atvinnutækifæri. En í stað þess gerir ríkisstjórnin nú tillögur um það, að skerðing ellilífeyris TR vegna atvinnutekna verði verulega aukin.Þá hefur ríkisstjórnin líka hundsað kröfu eldri borgara um að lífeyrir aldraðra hjá almannatryggingum taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun. LEB fór  fram á, að sett yrðu framfærsluviðmið,sem tæki mið af raunkostnaði (sbr neyslukönnun Hagstofunnar,sem segir 321 þúsund á mánuði fyrir einhleypinga).Á sama tíma og þessar tölur liggja fyrir skammtar ríkisstjórnin einhleypum öldruðum og öryrkjum 207 þúsund krónur á mánuði!

Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 1.mai 2015 en lífeyrir aldraðra hækkaði aðeins um 3%.Þannig hundsaði ríkisstjórnin algerlega tilmæli eldri borgara um að lífeyrir tæki að lágmarki sömu hækkunum og  lægstu laun.Og útkoman er sú sama þó  árin 2015 og 2016 séu tekin saman.Lágmarkslaun hækka 8 prósentustigum meira en lífeyrir! En þá er eftir að taka með i reikninginn,að lægstu laun hækkuðu langt á undan lífeyri. Aldraðir og öryrkjar þurftu að bíða í 8 mánuði eftir hækkun  lífeyris eftir að lágmarkslaun hækkuðu  1.mai 2015.

Landssamband eldri borgara skoraði einnig á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð  um að bæta öldruðum kjaragliðnunina sem varð á árunum 2009-2013. En ríkisstjórnin hefur einnig algerlega hundsað þau tilmæli. Ríkisstjórnin sýnir samtökum eldri borgurum algera lítilsvirðingu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

RÖÐIN ER KOMIN AÐ OKKUR – Mætum á útifundinn á fimmtudag kl. 17.00

Margir eftirlaunamenn eru undrandi á þeim kjörum sem þeir standa frammi fyrir við starfslok. Þrátt fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóði í áratugi eru kjörin slök. Það er ekki eðlilegt að þeir sem eru orðnir 67 ára og eldri hafi tekjur undir lágmarkstekjum. Kjör margra hafa verið leiðrétt á síðustu misserum. Nú er röðin komin að okkur.

Látum í okkur heyra og mætum öll á útifund FEB og Gráa hersins á Austurvelli á fimmtudaginn kemur, klukkan 17.00

FEB og GRÁI HERINN (IP-tala skráð) 6.9.2016 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband