Frv bætir ekki hag þeirra,sem verst eru staddir!

Í dag rennur út frestur til þess að senda alþingi umsögn um frumvarp ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Allir geta sent umsögn.Því miður bætir frumvarpið ekki hag þeirra,sem verst eru staddir,þ.e. þeirra sem eru á "strípuðum lífeyri" sem svo er kallaður.Samkvæmt frumvarpinu á lífeyrir þessara eldri borgara og öryrkja áfram að  vera 212 þúsund á mánuði fyrir skatt eða 186 þúsund á mánuði eftir skatt, hjá þeim,sem búa með öðrum.Mér finnst það furðulegt að ráðherra og ríkisstjórn skuli leggja frumvarpið fram með þessum lága lífeyri,þegar það liggur fyrir,að hann dugar ekki til framfærslu.Harpa Njáls,sem er sérfróð um þessi mál segir,að frumvarpið muni hneppa fleiri í skort og fátækt.Hún skorar á ráðherra að draga frumvarpið til baka og endurbæta það.Ég tek undir það.

Þá er það svo,að skerðing lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna mun aukast samkvæmt frumvarpinu. Það verður því verra en áður fyrir eldri borgara að fara út á vinnumarkaðinn. Skerðing lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum mun hins vegar minnka. En ég tel,að afnema eigi þá skerðingu með öllu,þar eð sjóðfélagar eiga lífeyrinn í lífeyrssjóðunum og greiðslur úr þeim eiga ekki að valda neinni skerðingu lífeyris TR að mínu áliti. Samkvæmt frumvarpinu verður grunnlífeyrir felldur niður.Af þeim sökum og fleiri ástæðum styður Félag eldri borgara í Reykjavík ekki frumvarpið.Ljóst er,að frumvarpið er meingallað og ekki tækt til afgreiðslu.

Ég tel,að hvorki velferðarnefnd né alþingi geti afgreitt frumvarpið nema lægsti lífeyrir verði áður stórhækkaður. Hann verður að duga til framfærslu

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband