Ráðherra fellur frá starfsgetumati!

Öryrkjabandalagið skýrir frá því, að félagsmálaráðherra hafi fallið frá því að hafa starfsgetumat í frumvarpinu um almannatryggingar en nú er miðað við læknisfræðilegt örorkumat.Öbi lagðist gegn starfsgetumatinu.Taldi það ekki nægilega vel  undirbúið.En ekki hefur neitt enn verið lagt fyrir alþingi um kjör öryrkja.Í frv. um almannatryggingar er aðeins fjallað um kjör aldraðra.Öbi vill að frítekjumörk haldi sér og skerðing verði rúm 38% eins og nú er en ekki 45% eins og lagt er til í frumvarpinu.

Ef allar skerðingar verða ekki felldar niður eins og ég hef barist fyrir er betra að hafa skerðingar óbreyttar og halda frítekjumörkum en að stórauka skerðingar eins og lagt er til í frumvarpinu.En krafan er: Afnám tekjutenginga.

Forstjóri TR segir að það verði dýrt að afnema allar skerðingar.Það er rétt en ríkið hefur sjálft komið sér í þessa stöðu. Það sá ofsjónum yfir því, að eldri borgarar fengju óskertan lífeyri,sem þeir höfðu lagt til hliðar alla sína starfsævi.Og fór að seilast í hann.Ég vorkenni rikinu ekki að greiða til baka. Því ber skylda til þess.Best er að það gerist strax.Nú eru nógir peningar til.

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband