Engar efndir á kosningaloforðum enn!

Nú er kominn oktober og nákvæmlega 4 vikur til þingkosninga.En samt bólar ekkert á því enn að stjórnarflokkarnir ætli að efna kosningaloforðin frá 2013 fyrir kosningar nú.Leiðtogar stjórnarflokkanna virðast vera að leika sama leikinn nú og í kosningunum 2013.Þeir lofa öllu fögru.Það má ekki á milli sjá hvor lofar meira,Bjarni Ben eða  Kristján Þór.Báðir lofa 300 þúsund króna lágmarkslífeyri,sem er 50 þúsund kr hækkun frá því sem nú er. en nú verður ekki tekið mark á neinum loforðum.Þingið er enn að störfum,þannig að unnt er að samþykkja hækkun strax á mánudag.Nú eru þessir menn við völd,þannig að þeir geta samþykkt strax á alþingi það,sem þeir lofa!

En athuga verður að ríkið tekur 60 þúsund krónur í skatt af 300 þúsund brútto,þannig að þetta er of lítið.240 þúsund nettó er of lítið miðað við hússaleigu og húsnæðiskostnað eins og hann er í dag.Eldri borgarar og öryrkjar vilja einnig að staðið verði við loforðið um að afnema tekjutengingar eins og Bjarni Ben lofaði 2013.Það á ekki að skerða lífeyrinn hjá TR neitt. Lífeyrissjóðir eiga að vera hrein viðbót við almannatryggingar.Það er mín krafa.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst vanta eitthvað í kröfuna þína Björgvin og það er algjört afnám tekjutengingar . það kemur eftirlaunum frá TR ekkert við hvort eftirlaunaþeginn hefur 0 kr eða 10.000.000. annarstaðar frá.   

Gunnar Pálmason (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 01:18

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Ég hef margoft tekið það fra,,að afnema eigi tekjutengingar.Það er mín krafa líka.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 2.10.2016 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband