Laugardagur, 8. október 2016
Ríkisstjórnin leggur til gagnslaust frítekjumark!
Í dag er í gildi 109 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna aldraðra.Samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra á að fella þetta frítekjmark niður og i staðinn á að koma 45% skerðingarhlutfall við útreikning lífeyris almannatrygginga.Í frumvarpinu kemur fram útreikningur sem leiðir í ljós,að skerðing lífeyris almannatrygginga eykst verulega vegna atvinnutekna vegna þessara nýju reglna.Nú þykist ríkisstjórnin vera að bæta úr þessu með þvi að tilkynna 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna!M.ö.o: Í stað 109 þúsund króna frítekjumarks á að koma 25 þús kr frítekjumark.Það sér hver maður,að þetta er gagnslaust.Það fer enginn eldri borgari út að vinna upp á þessi býti.Skerðingin heldur áfram og við það bætst skattaskerðingin.Atvinnutekjurnar væru rétt rúmlega fyrir kostnaði við að koma sér að og frá vinnustað.Ef ríkisstjórnin vill gera eitthvað raunhæft til þess að stuðla að atvinnuþátttöku eldri borgara ætti hún að ákveða strax að gera lífeyri almannatrygginga skattfrjálsan eins og er í Noregi. 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna er brandari og skiptir engu máli fyrir eldri borgara.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.