Ríkisstjórnin mismunar öldruðum.Sennilega brot á stjórnarskránni

 

Meirihluti velferðarnefndar skilaði áliti og breytingatillögum vegna frumvarps um almannatryggingar í gær.Það er hið furðulegasta plagg.Það er enn verra en fregnir af tillögum ríkisstjórnarinnar gáfu til kynna.Ég sagði strax, þegar ég heyrði um tillögur ríkisstjórnarinnar, að það ætti að hækka lífeyri aldraðra um einhverja hungurlús. Svo lítið var þetta eftir skatt. En í gær kom í ljós, að þeir eldri borgarar, sem eru í hjónabandi eða i sambúð eiga ekki að fá sambærilega hækkun!. Ríkisstjórninni er greinilega mikið í mun að halda lífeyri sem flestra eldri borgara lágum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þessum lífeyri. Ég minnist þess aldrei áður, að eldri borgurum hafi verið mismunað á þennan hátt við hækkun lífeyris. Að minu mati stenst slík minmunun ekki ; er sennilega  brot á stjórnarskránni,brot á jafnræðisreglunni. Stjórnarandstöðuflokkarnir brugðust illa við þessum furðulegu tillögum og kváðist ekki ætla að skilja þá aldraða eftir, sem væru í hjónabandi eða i  sambúð.

 Áður en þetta makalausa nefndarálit var lagt fram  gerði ríkisstjórnin sér vonir um, að  sæmileg sátt yrði á alþingi um  frumvarpið um almannatryggingar.Þær vonir hafa nú orðið að engu. Ríkisstjórnin hefur kastað stríðshanskanum með því að mismuna eldri borgurum eftir því hvort þeir eru giftir eða ógiftir. í sambúð eða einhleypir.- Þá eru málefni öryrkja einnig i uppnámi. Það á að meðhöndla þá eins en þó öllu verr.Það á einnig að mismuna öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða búa með öðrum en auk  er það svo eins og áður er getið, að hækkun sú, sem einhleypir öryrkjar eiga að fá verður tekin af framfærsluuppbót og rýrð fyrir hverja krónu, sem  þeir afla sér Krónu móti kronu skerðingin verður látin gilda gagnvart þeim á ný.Öryrkjum verður því mismunað á tvennan þátt.

Því verður tæplega trúað,  að þau vinnubrögð, sem fram koma i  nefndarálitinu og tillögunum,  séu runnin undan rifjum félagsmálaráðherra. Það eru greinileg embættismannamerki  á álitinu og tilllögunum  og öll  áherslu  lögð á tæknileg atirði  þar fremur en efnisleg.En ráðherra ber ábyrgð á framlagningu þessara plagga á alþingi ei að síður.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband