Lífeyrir almannatrygginga miðist við neyslukönnun Hagstofunnar

Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands nota einhleypingar til jafnaðar 321 þúsund krónur á mánuði í útgjöld (meðaltalútgjöld)Það er án skatta. Það jafngildir 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatta.Það er sambærileg tala og 246 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt,sem Tryggingastofnun greiðir einhleypum eldri borgurum og öryrkjum.Með öðrum orðum: Tryggingastofnun greiðir einhleypum eldri borgurum og öryrkjum 154 þúsund  krónur minna fyrir skatt á mánuði en nemur neyslukönnun Hagstofunnar.Eftir skatt er greiðslan til einhleypra lífeyrisþega 207 þúsund kr á mánuði eða 114 þúsund krónum minna á mánuði en nemur neyslukönnun Hagstofunnar.

Er til of mikils mælst,að lífeyrir til einhleypra aldraðra og öryrkja sé í samræmi við neyslu í landinu,í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Er tel ekki.Þjóðfélagið á að búa öldruðum og öryrkjum sómasamleg kjör. Eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta lifað með reisn.Lífeyrisþegar eiga að geta rekið tölvu og bíl.Það eru sjálfsögð mannréttindi. Það er ekki unnt af þeim lága lífeyri,sem ríkið skammtar lífeyrisþegum i dag. Og það verður ekki mögulegt þó lífeyrir hækki um 17 þúsund á mánuði.Það er hungurlús,sem breytir litlu.Þessi hungurlús dugar ekki.

Þegar þessar tölur eru skoðaðar sést, að það er hvergi nærri nóg fyrir aldraða og öryrkja að fá 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót,224 þúsund eftir skatt eins og ríkisstjórnn leggur til.Þetta er 17 þúsund króna hækkun.

Félag eldri borgara í Reykjavik hefur margsinnis samþykkt,að lífeyrir aldraðra eigi að miðast við neyslukönnun Hagstofunnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands nota einhleypingar til jafnaðar 321 þúsund krónur á mánuði í útgjöld. Það er meðaltal eyðslu. Hjá flestum eykst eyðslan við hækkun launa, fólk leyfir sér meira. Þannig að hækkanir á launum og bótum skila sér í hærri útgjöldum í neyslukönnunum. Hækki lífeyrir til einhleypra aldraðra og öryrkja í samræmi við neyslu í landinu þá eykst neysla í landinu og sama krafa kemur upp aftur og aftur og aftur endalaust. Meðaltal eyðslu hækkar í hvert sinn sem einhver hópur hækkar í tekjum. Markmiðið að lífeyrir aldraðra eigi að miðast við neyslukönnun Hagstofunnar er því óframkvæmanlegt nema einhver annar hópur lækki til samræmis við þá hækkun, meðaltalið haldist. Og þar sem þetta snýr allt að ríkinu þá er augljósa lausnin að lækka greiðslur til fyrrverandi ríkisstarfsmanna og jafna þannig kjör eldri borgara. Margir fyrrverandi ríkisstarfsmenn eru á eftirlaunum frá ríkinu sem eru langt yfir neyslukönnun Hagstofu Íslands.

Jós.T. (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 09:29

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Á ekki að gera neinn mun á meðaltals neyslu og lágmarks framfæsrslu?

Óskar Guðmundsson, 11.10.2016 kl. 10:35

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Björgvin, svo virðist sem hugmyndir ríkisstjórnarinnar um einhverjar leiðréttingar miðist einverðungu við einhleypt fólk. Þ.e.a.s. fólk sem er ekki í sambúð eða gift.

En hér segir:

,,Eldri borgurum sem halda einir heimili verði tryggðar 300 þúsund krónur á mánuði frá 1. janúar 2018, enda hafi þeir ekki aðrar tekjur sem hafa áhrif á fjárhæð bótanna. Bæturnar hækki í 280 þúsund krónur um næstu áramót".

Hér er aðeins talað um þá eldri borgara sem búa einir í heimili. Ekki er minnst orði á þá sem eru í sambúð með öðrum. Þ.e.a.s. hjón.

Eiga slíkir aðilar ekki að fá neina hækkun? Þetta er a.m.k. afar loðið orðalag sem getur þýtt hvað sem er. Það er auðvitað ekki boðlegt fyrir stjórnvöld að senda slíkan texta frá sér. 

Kristbjörn Árnason, 11.10.2016 kl. 10:40

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Óskar! Þsð hefur engin könnun verið gerð hjá Hagstofunni á lágmarksframfærslu.Þess vegna tel ég að miða verði við neyslukönnun Hagstofunnar.Bestu kveðjur.Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 14.10.2016 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband