Almannatryggingar eiga ekki að vera fátæktarframfærsla!

Umræður fóru fram á alþingi í gær um almannatryggingar,nefndarálit og breytingatillögur veferðarnefndar.

Það kom fram,að ríkisstjórnin ætlar að keyra í gegn breytingar á almannatryggingum,sem færa öryrkjum litlar eða engar kjarabætur og færa einhleypum eldri borgurum litlar kjarabætur en skilja þá eldri borgara,sem eru í hjónabandi og sambúð eftir að mestu leyti.

Það vakti athygli mína hvernig íhaldsdrengirnir töluðu um málið.Þeir líta greinilega þannig á ,að almannatryggngarnar eigi að vera fátækraframfærsla.Sérstaklega kom þetta vel fram hjá Brynjari Nielssyni.Hann virtist beinlínis telja,að orðið almannatryggingar þýddi fátækraframfærsla.Hann ætti að lesa ræður Ólafs Thors frá stofnun almannatrygginga 1944-1946.En Ólafur sagði þá,að almannatryggingar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar.Eldri borgarar í dag hafa greitt til almannatrygginga alla sína starfsævi,greitt tryggingagjöld og skatta; í raunni hafa þeir greitt svo mikið til þessara þátta,að það hefur verið likast því sem þeir haf verið að greiða til venjulegs tryggingafélags.Eldri borgarar eiga rétt á greiðslum úr almannatryggingum eftir allar greiðslur sínar til almannatrygginga og til samfélagsins. Brynjar ætti fremur að taka mark á Ólafi Thors en Bjarna Benediktssyni en Bjarni hefur einmitt viljað breyta almannatryggingum í fátækraframfærslu og hefur markað þá stefnu,að halda ætti greiðslum til aldraðra og öryrkja við fátæktarmörk; greiðslurnar mættu alls ekki fara neitt upp fyrir lágmarkslaun þó sem betur fer mjög fáir séu á þeim í dag.Framsókn hefur látið Sjálfstæðisflokkinn ráða stefnunni í þessum málaflokki enda þótt Framsókn eigi að heita félagshyggjuflokkur.Þess vegna fengu aldraðir og öryrkjar enga hækkun i 8 mánuði árið 2015,þegar launþegar fengu 14,5% hækkun 1.mai og allar aðrar stéttr fengu  miklar hækkanir en  ráðherrarnir  og þingmenn stjórnarmeirihlutans sögðu við aldraða og öryrkja: Þið fáið engar hækkanr i 8 mánuði en við ( ráðherrar og þingmenn) fáum afturvirkar hækkanir i 9 mánuði ( ráðherrar fengu eina milljón í uppbót)Þarna er sennilega komin skýring á því hvers vegna menn eins og Brynjar Nielsson og Karl Garðarsson greiddy atkvæði gegn afturvirkum kjarabótum aldraðra og öryrkja fyrir jólin í fyrra. Þeir voru að gæta þess að aldraðr og öryrkjar færu ekki upp fyrir fátæktarmörk.

Nú láta þingmenn stjórnarflokkanna eins og það sé verið að hækka lífeyrisþega einhver ósköp. Þeir sem eru i sambúð eða hjónabandi hækka í 194 þúsund á mánuði  eftir skatt. Það er ansi mikið! Og einhleypingar hækka í 224 þúsund kr eftir skatt 1.jan. 2017. Þingmenn stjórnarmeirihlutans mundu víst vilja lifa á þessum launum 194-224 þúsund. Þetta er alþingi til skammar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband