Ríkisstjórnin lætur hungurlús fyrir kosningar!

 

 

 

Nýlega gaf ég út bók,Bætum lífi við árin.Baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja.Greinasafn.Eins og nafnið bendir til er hér um greinasafn að ræða.Þetta er úrval þeirra greina,sem ég hef skrifað sl. 12 ár.Alls hef ég skrifað rúmlega 600 greinar á þessu tímabili, flestar um kjaramál aldraðra og öryrkja.Í eftirmála bókarinnar segi ég þetta .: Ástandið í kjaramálum aldraðra og öryrkja er enn þannig,  að sá lífeyrir, sem stjórnvöld skammta þeim, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði.Væntanlega gerir ríkisstjórnin eitthvað í málinu fyrir alþingiskosningarnar 29.oktober 2016. Ég óttast, að það verði eins og oft áður aðeins einhver hungurlús.

 

Því miður rættist þessi spá.Ríkisstjórnin spilaði út hungurlús til aldraðra  nú rétt fyrir kosningar. Ég kalla það hungurlús,þegar ríkisstjórnin ákveður að láta þá, sem verst eru staddir, fá 17 þúsund króna hækkun eftir skatt , þegar þeir eru búnir að bíða í 9 mánuði í  ár og    þurftu að bíða í 8 mánuði sl ár  frá því  aðrar stéttir fengu miklar kauphækkanir.Launafólk fékk 14,5% hækkun á lágmarklaunum  2015  og flestar aðrar stéttir fengu þá miklar kauphækkani, sumar miklu meiria. Ríkisstjórnin sagði alltaf við aldraða og öryrkja, að þeir yrðu að bíða. Hvers vegna? Ég tel,að aldraðir og öryrkjar hefðu frekar átt að fá hækkanir á undan öðrum; ekki að bíða og fá  8 mánuðum síðar en aðrir  minni hækkun eða 9,7% hækkun miðað við 14,5% hækkun sem launafólk  fékk.

 

Nú segir ríkisstjórnin, að lífeyrir aldraðra  einhleypinga hækki í 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót;  í 224 þúsund krónur eftir skatt .Þessi lífeyrir er í dag 207 þúsund krónur á mánuði.Hér er um 17 þúsund króna hækkun að ræða eftir skatt.Það eru öll ósköpin. Þetta nær ekki einu sinni þeirri hækkun sem stjórnarflokkarnir lofuðu öldruðum, og öryrkjum í kosningaloforði til leiðréttingar á lífeyri  vegna kjaragliðnunar krepputímans; til þess að efna það loforð þarf að hækkka lífeyri um kr 56.580 og lífeyrir færi í 302 þúsund kr á mánuði fyrir skatt, í 242 þúsund eftir skatt.

 

Aðalatriðið er hvað aldraðir og öryrkjar þurfa sér til framfærslu.Ég tel,að eina viðmiðunin í því efni sé neyslukönnun Hagstofunnar.Samkvæmt henni er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði.Það er án skatta. Ég tel því lágmark 321 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypan eldri borgara og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson

Viðskiptafræðingur

Fréttablaðið 13.okt. 2016

www.gudmundsson.net

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband