Alþingi lauk án efnda á stærsta kosningaloforðinu við aldraða!

Alþingi lauk í gær án þess að stjórnarflokkarnir efndu stærsta kosningaloforðið,sem stjórmarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013.Báðir flokkarnir lofuðu öldruðum og öryrkjum því að þeir mundu leiðrétta kjaragliðnun krepputímans,2009-2013,ef þeir kæmust til valda.Báðir flokkarnir sviku þetta.Þetta loforð þýddi,að hækka þyrfti lífeyri um 23% eða 56580 kr. á mánuði.Það er nákvæmlega sú hækkun,sem ríkisstjórnin þykist ætla að láta aldraða fá 2018.Hækkun lífeyris um 56580 kr. þýðir að lífeyrir fer í 302 þúsund kr . fyrir skatt.Með öðrum orðum: Stjórnarflokkarnir voru búnir að lofa því strax 2013 að hækka lífeyrinn í 302 þúsund krónur.Þeir sviku loforðið en i staðinn komu þeir með nýtt loforð um að hækka lífeyrinn í þessa upphæð 2018!Ég segi eins og Kári Stefánsson sagði:Það er ekki að marka eitt einasta orð,sem þessir menn segja. Þeir ætluðu sér aldrei að efna loforðið sem þeir gáfu 2013; heldur aðeins að blekkja kjósendur.Og eins er það nú. þeir gefa ný loforð en það er ekkert að treysta á þau frekar nú.Þetta er einn blekkingaleikur.

Það er broslegt,að ríkisstjórnin hælist nú um á hæl og hnakka yfir því hvað hún sé góð við aldraða um leið og svikin á stærsta kosningaloforðinu við aldraða eru endanlega staðfest.Ef lífeyrir hefði hækkað núna strax um 56580 kr á mánuði samkvæmt loforðinu hefði það bjargað talsverðu enda þótt þetta sé fyrir skatt.Lífeyrir hefði þá orðið strax 240 þúsund eftir skatt en hann á ekkert að hækka fyrr en um áramót og þá miklu minna.Sennilega hafa sviknu loforðin fleytt stjórnarflokkunum til valda 2013. Þeir reyna nú að leika sama leikinn aftur.En aldraðir og öryrkjar láta ekki plata sig tvisvar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Björgvin það er gott fyrir eldriborgara að eiga þig innanborðs í baráttu eldriborgara fyrir bættum kjörum. Það er líka jafn hundleiðinlegt að vegna pólitískra skoðana þinna  getir  þú ekki farið rétt með eða verið sanngjarn varðandi annar ágætt skref ríkisstjórnarinnar í bættum kjörum aldraða. Í janúar 2017 hækka laun eldriborgara í kr. 280 þús. og eftirstöðvar kr. 20 þús. í jan 2018 hækkunin mun tvímælalaust bæta kjör margra eldriborgara þá sérstaklega þeirra sem minnst hafa. Stjórnarandstaðan með VG og SF innanborðs skildi eldriborgara eftir slyppa og snauða og gátu heldur ekki samþykkt þessa ágætu hækkun því það hentaði ekki pólitískum skoðunum þeirra. Við verðum að taka niður pólitísku gleraugun þegar jafn mikilvæg mál eru á dagskrá eins og kjör eldriborgara. Ég er þakklát Sjálfstæðiflokknum fyrir þetta ágæta skref sem var tekið til þess að bæta kjör aldraða.

Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 10:00

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæl Guðrún! Þú segir mér kannski hvað þú telur mig hafa farið rangt með.- Ég skýrði frá því hvað það,sem ríkisstjórnin býður er mikið eftir skatt.Ríkisstjórnin birti tölur fyrir skatt.Það eykst mjög lítið það sem aldraðir fá eftir skatt.Til dæmis þeir sem eru í sambúð og hjónbandi fá aðeins 10 þúsund meira en áður,eða 195 þúsund æi stað 185 þúsund krónur.Þetta er hungurlús.Og það fær enginn neitt fyrr en um áramót.

Ríkisstjórnin eða stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.það þýðir 23% hækkun lífeyris að leiðrétta það eða 56.580 kr.Það er meira en ríkisstjórnin lofar að láta okkur fá 2018. Sjálfstæðisflokkurinn góði lofaði að gera þetta strax 2013.Hann sveik það.Ef hann hefði staðið við það væri búið að hækka lífeuri fyrir löngu í 300 þús fyrir skatt.

Kær kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 15.10.2016 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband