Bæta þarf hjúkrunarheimilin verulega

Hjúkrunarheimili eru mjög mikilvægar  stofnanir.Þau eru griðastaður aldraðra,þegar þeir missa heilsuna.Þess vegna er mjög mikilvægt,að rétt sé að þeim staðið.

Mikið vantar á,að nægilega vel sé búið að hjúkrunarheimilunum.Þau eru bæði undirmönnuð og fjársvelt.Á mörgum heimilanna eru ekki nægilega margir hjúkrunarfræðingar.Það er alvarlegt mál,þar eð nauðsynlegt er,að nægilega margt fagfólk sé við störf á hverju heimili.Um margra ára skeið hafa hjúkrunarheimilin verið rekin með halla og það hefur komið niður á rekstri heimilanna.Nú,þegar nógir peningar eru í þjóðfélaginu og þar á meðal hjá ríkinu er tímabært að láta hjúkrunarheimilin fá það mikla peninga,að unnt sé að reka hjúkrunarheimlin með sóma.

Rétt er að vekja athygli á því,að eldri borgarar eiga að njóta jafnréttis á við aðra borgara þjóðfélagsins.Það er óheimilt að mismuna þeim.Það er mannréttindabrot.Eldri borgarar eiga því að njóta hins besta á hjúkrunarheimilunum,bæði í mat,umönnun og hjúkrun.

Á fundi samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í oktober kom fram,að 30% vanti í greiðsluna frá ríkinu til reksturs hjúkrunarheimilanna með hliðsjón af þeim kröfum,sem ríkið geri til þjónustu hjúkrunarheimilanna!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband