Ekki ein króna í kjarabætur enn!

Tæpur mánuður er nú liðinn frá alþingiskosningunum og tveir mánuðir frá því kosningabaráttan var í hámarki og alþingi lauk störfum.Fráfarandi ríkisstjórn þóttist þá ætla að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega.En ekki er farið að bæta kjörin um eina krónu enn.Um næstu áramót kemur "kjarabót": Lífeyrir aldraðra,sem eru giftir eða í sambúð hækkar þá um 10 þúsund krónur á mánuði hjá þeim,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum eða í 195 þúsund á mánuði.! Þetta er mikill rausnarskapur.Það hefur verið venja,þegar ætlunin hefur verið að láta aldraða fá einbverja hungurlús að tilkynna það löngu áður.Ekki er ljóst hvers vegna þessi háttur er hafður á.Ef til vill þarf ríkið að safna fyrir þessum ósköpum áður en unnt er að greiða það út.A.m.k. þarf ekki að safna fyrir kauphækkun þingmanna og ráðherra.Sú hækkun var tilkynnt á kosningadaginn og greidd út um leið!Þingmenn fengu því kauphækkun áður en þeir byrjuðu í vinnunni.Og það var ekki verið að hækka þingmenn um einhvern 10 þús kall ,upp í tæp 200 þúsund. Nei það var verið að hækka þá í 1100 þúsund á mánuði og ráðherrar voru hækkaðir í 2 milljónir á mánuði.Og nógir peningar voru til hjá ríkinu fyrir þessum hækkunum þó ekkert væri til fyrir "kauphækkun" aldraðra og öryrkja.Þetta er Ísland í dag.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband