Lokaþáttur myndunar Engeyjarstjórnar!

Ég sagði strax í nóvember,að þeir Bjarni og Benedikt væru búnir að mynda ríkisstjórn.Hefði sennilega verið ákveðið í fjölskylduboði hjá þeim.Viðræður í framhaldi af því hefðu verið leikrit.Það er nú komið á daginn,að þetta var rétt.Aðrar viðræður hafa verið til málamynda og ætlað að slá ryki í augu annarra stjórnmálamanna og almennings.Fordæmanleg er framkoma Benedikts Jóhannesssonar,formanns Viðreisnar, í þessu máli öllu.Skýrast kom leikaraskapur hans í ljós í stjórnarmyndunarviðræðum Katrínar Jakobsdóttur um 5 flokka stjórn,þegar hann stóð skyndilega upp að tilefnislausu og tilkynnti Katrínu,að hann sæi ekki,að þessar viðræður mundu bera neinn árangur og síðan fór hann. En á þessum tímapunkti hafði ekki slitnað upp úr viðræðum um neitt málefni.Hann rauk samt á dyr vegna þess að hann hafði lofað Bjarna að mynda stjórn með honum.Í ljós kom þarna,að Benedikt  hafði allan tímann verið að blekkja hina 4 flokkana og meinti ekkert með þátttöku i viðræðunum.En það sem verra var: Hann endurtók leikinn aftur þegar Birgitta Jónsdóttir hafði fengið umboðið; þóttist þá enn vilja taka þátt i myndun stjórnar með félagshyggjuflokkunum 4  en hann meinti ekkert með því frekar en áður og sýndi engan vilja á málamiðlnun en núna stendur upp úr þeim Benedikt og Proppe í hverju viðtali,að menn verði að samþykkja málamiðlanir og geti ekki fengið allt sitt fram.Allt í einu þegar rætt er við íhaldið þarf ekki að standa fast á neinum málefnum.Nú má slaka á öllu til þess að komast í ráðherrastóla.Þetta er allt eitt sjónarspil.Og það er komið í ljós,að Benedikt hefur villt á sér heimildir þegar hann kom inn í stjórnmálin; þóttist vera prinsipfastur og heiðarlegur og  vilja ný vinnubrögð en í ljós er komið,að hann er enn verri en eldri stjórnmálamenirnir,meiri refur og meiri kafbátur.Jónas Kristjánsson fyrrv  ritstjóri segir,að Benedikt hafi logið sig inn á þjóðina; hann hafi náð fylgi á fölskum forsendum.Benedikt þóttist vera miðjumaður í stjórnmálum en er lengra til hægri en stóra íhaldið.Jónas segir,að Benedikt hafi náð fylgi krata með fölskum málflutningi.En Benedikt sleit viðræðum við Birgittu um myndun 5 flokka stjórnar á sama hátt og hann sleit viðræðum við Katrínu án þess að upp úr einhverju ákveðnu máli slitnaði.Ljóst er,að í báðum tilvikum óttaðist Benedikt að samkomulag væri að nást um myndun 5 flokka stjórnar.

En hvað þá með kosningaloforð Benedikts um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB og um að setja aflaheimildir á uppboðsmarkað.Og kjaftæði Viðreisnar og Bjartrar framtiðar um kerfisbreytingu og aukna samkeppni í landbúnaði.Og hvað um loforðið um að vinna ekki með Framsókn. Ekki verður staðið við neitt af þessu.Þessu verður ýmist frestað eða vísað til alþingis.Alla vega verður þetta svæft á einhvern hátt.Samið verður við Framsókn á bak  við tjöldin um að hún veiti stjórninni hlutleysi og komi hugsanlega inn í stjórnina síðar; þannig ætlar Benedkt að blekkja þjóðina og frændi hann Bjarni með honum.Fréttablaðið segir í dag,að Framsókn fái að launum formennsku í fjárlaganefnd og Lilja Alfreðsdóttir fái það embætti.Kannski fær Framsókn forseta alþingis og fleiri nefndir.Alla vega verður þetta sami grautur í sömu skál,ef Viðreisn og Bjartri framtíð tekst að viðhalda völdum Sjálfstæðisflokksins með loforði um að Framsókn komist að síðar.Það stefnir í mestu blekkingar og svik við kjósendur sem sést hafa um langt skeið.Og það eru nýir flokkar,Viðreisn og Björt framtíð sem standa að þessum blekkingum og svikum með Sjálfstæðisflokknum!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband