Fylgið að hrynja af Viðreisn?

 

!
 
Samkvæmt nýrri könnun Capacent hrynur fylgið af Viðreisn áður en ríkisstjórnin hefur verið mynduð.Ljóst er að kjósendur kunna ekki að meta það að Viðreisn ætli að viðhalda völdum Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir,að spilling sé mikil í Sjálfstæðisflokknum og tveir ráðherrar flokksins hafi verið í skattaskjólum en sloppið með það án afsagnar á sama tíma og Sigmundur Davíð þurfti að segja af sér vegna þess að eiginkona hans var með fjármuni i skattaskjólum.Viðreisn ætlar að svíkja kosningaloforð sín til þess að komast i stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Ég spái því að fylgið eigi eftir að halda áfram að hrynja af Viðreisn, þegar kjósendur sjá betur,að flokkurinn hefur beitt blekkingum til þess að ná fylgi(Jónas Kristjánsson kvað sterkar að orði).Ég spái því einnig,að Björt framtíð muni tapa miklu fylgi,sennilega þurrkast út.Flokkurinn hefur látið Viðreisn teyma sig til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn til þess eins að fá ráðherrastól eða stóla en engin stefnumál.Samkvæmt könnun Capacent fær Viðreisn 7,4% atkvæða og er komin í neðsta sæti,niður fyrir Samfylkinguna. En Samfylkingin fær 7,5% og er eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi.VG fær 20%,Piratar 14,6%,Sjálfstæðisflokkurinn 29%,Framsókn 8,9% og Björt framtíð 8,7%.Viðreisn fékk 10,4% í alþingiskosningunum 29.oktober á þessu ári.
 
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðilegt ár Björgvin og þakkir fyrir það sem var að líða.  Ætli helsta ástæðan sé sú að Viðreisn ætli að sjá til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram á þeirri góðu braut sem þjóðin hefur verið á.  Ég held frekar að fólk sé búið að átta sig á að flokkur sem stofnaður er um INNLIMUN í ESB árið 2016, SÉ TÍMASKEKKJA.

Jóhann Elíasson, 1.1.2017 kl. 01:27

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Þetta kann að vera rétt hjá þér. En þó var það svo,að Viðreisn minntist varla á ESB í kosningabarattunni.Hins vegar ræddi flokkurinn um kerfisbreytingar í landbúnaði og sjávarútvegi.Á ekki von á,að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki neitt af því.Hann vill engar breytingar.

Bestu kveðjur

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 1.1.2017 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband