Forsetinn:Aðstoð við sjúka,aldraða og öryrkja mikilvægari en hagvöxtur

Forseti Íslands,Guðni Th.Jóhannesson,flutti athyglisverða ræða á nýársdag.Hann sagði,að styrkur þjóðfélags væri ekki metinn eftir hagvexti; raunverulegur styrkur þjóðfélags færi eftir því hve vel væri hlúð að sjúkum og öðrum,sem þurfa á aðstoð að halda,fólkli,sem býr við fötlun eða þroskaskerðingu og hversu  vel aldraðir og öryrkjar væru aðstoðaðir.

 Hér kveður við nýjan tón.Ég er ánægður með þennan tón.Ég er sammála forseta Íslands þegar hann dregur fram,að mikilvægara sé að þjóðfélag hlúi að sjúkum,öldruðum og öryrkjum en að sýna mikinn hagvöxt.

Fráfarandi ráðherrar hafa hamrað mikið á því undanfarið,að hagvöxtur væri mikill hér á landi um þessar mundir og meiri en í grannlöndum okkar.En láglaunafólk,aldraðir og öryrkjar hafa ekki orðið varir við þennan mikla hagvöxt.Það eru einhverjir aðrir sem njóta hans,þeir efnameiri.Ef allt væri með felldu á Íslandi ættu kjör aldraðra og öryrkja að vera eins góð á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum en mikið vantar upp á að svo sé.Og Ísland ætti að geta veitt jafnmiklum fjármunum í hlutfalli við verga landsframkeiðslu eins og nágrannalöndin til heilbrigðismála en svo er ekki.Þar vantar einnig mikið upp á.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband