Slæm stjórn fyrir aldraða og öryrkja

Ef ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks,Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður mynduð eins og allt bendir til verður það mjög slæm stjórn  fyrir aldraða og öryrkja.Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa tögl og hagldir í slíkri stjórn,Sjálfstæðisflokkurinn er með 21 þingmann en Viðreisn aðein 7 þingmenn og Björt framtíð 4 þingmenn.Í síðustu skoðunarkönnun Capacent minnkaði fylgi Viðreisnar verulega og flokkurinn fór niður fyrir Samfylkinguna.Þetta eru því tveir smáflokkar,sem verða í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og stóri flokkurinn verður algerlega ráðandi.Formaður Sjálfstæðisflokksind,Bjarni,  er einnig orðinn þekktur fyrir að svíkja kosningaloforð; hann sveik loforð um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB og fer létt með sð svikja það aftur.Bjarni sveik einnig stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja frá 2013.Þsð er því ekkert á hann að treysta í þeim málaflokki.Í þingræðu sagði Bjarni,að lífeyrir aldraðra og öryrkja mætti ekki vera hærri en lágmarkslaun,þar eð þá yrði enginn hvati fyrir þá að fara út á vinnumarkaðinn.Hann vildi m.ö.o. reka öldruð gamalmenni út á vinnumarkaðinn ( áttræð og eldri). Afstaða hans til aldraðra hefur komið vel fram í því að lífeyri aldraðra hefur verið haldið niðri,fyrir neðan lágmarkslaun en þau laun hækkuðu á miðju síðasta ári en lífeyrir ekki.Aldraðir og öryrkjar eiga inni uppbætur fyrir bæði árið 2015 og 2016.Síðan jók fráfarandi ríkisstjórn skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna,þannig að erfiðara er fyrr eldri borgara að vera á vinnumarkaði en áður var.Það er kvíðvænlegt fyrrir aldraða og öryrkja að fá ríkisstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins með nýjum litlum íhaldsflokki og öðrum valdalausum smáflokki.Slík ríkisstjórn mun lítið sem ekkert bæta kjör aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband