Afnema á skerðingu vegna greiðslu úr lífeyrissjóði!

Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því,að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar.Það kom aldrei til greina,að lífeyrissjóðirnir yrðu til frádráttar lífeyri almannatrygginga.Um þetta ber öllum verkalýðsleiðtogum,sem fylgdust með málinu,saman.Lífeyrissjóðirnr voru stofnaðir til þess að sjóðfélagar gætu notið þeirra í hærri lífeyri á eftirlaunaaldri.

Þegar eldri borgarar,sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, komast á eftirlaun og  ætla að fara að njóta sparnaðarins í lífeyrissjóðnum er það algert reiðarslag fyrir þá að verða þess varir, að Tryggingastofnun hefur hrifsað drjúgan hluta lífeyrissjóðsins eða ígildi hans.Það var ekki það,sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir.Margir eldri borgarar líta á þessa skerðingu sem svik.

Nú,þegar mynduð hefur verið ný ríkisstjórn,m.a. með tveimur flokkum,sem sögðu fyrir kosningar,að þeir vildu bæta kjör aldrarða,þe. Björt framtíð og Viðreisn verður að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún afnemi þessa skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða.Nýr félagsmálaráðherra,sem hefur með málefni almannatrygginga að gera,ætti að taka þetta mál strax fyrir.Það þarf að afnema skerðinguna strax.Þjóðfélagið hefur það mikið af peningum í dag,að þetta ætti að vera auðvelt.Til þess að auðvelda framkvæmdina mætti framkvæma málið í tvennu lagi.Aðalatriðið er,að það verður að leiðrétta þetta ranglæti.Eldri borgarar,sjóðfélagar,eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum.Ríkið,Tryggingastofnun  hafa ekki neitt leyfi til þess að skerða þennan lífeyri.Það verður að afnema skerðinguna.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband