Logi:Kjör aldraðra ekki fullnægjandi!

 

 

 

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hann að lítið samræmi væri á milli hans og þeirra kosningaloforða sem flokkarnir gáfu.

Logi nefndi þar loforð eins og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu, breytingar á stjórnarskrá og uppbyggingu heilbrigðis- og menntakerfis.Þegar vörur væru gallaðar væri unnt að skila þeim.   Ekki vægt hægt að skila atkvæði eins og gallaðri vöru.

Logi nefndi að vísitölur segðu litla sögu - á bak við þær byggi fólk við alltof ólík kjör. Yfir 6000 börn byggju við fátækt á Íslandi og kjör aldraðra og öryrkja væru ekki fullnægjandi. Jafna þyrfti byrðar fólks. Ríkisstjórnin boðaði hins vegar meiri ójöfnuð.

Þá sagði hann að ekki væri sjálfgefið að ungt íslenskt fólk veldi að búa á Íslandi. Það þyrfti að grípa til aðgera til að ungar fjölskyldur lentu ekki á vergangi vegna of hárrar leigu og of hás húsnæðiskostnaðar. Stjórnarsáttmálinn setti húsnæðismálin ekki í forgang. Hann lagði einnig áherslu á að þó að þeim störfum fjölgaði sem unnin væru með tölvum ætti að tryggja að ágóðinn af því rynni einnig samfélagsins, ekki aðeins til fyrirtækjanna-Ný skoðunarkönnun Maskínu leiðir í ljós,að fylgi stjórnarflokkanna er komið niður  i 25%. Það er óvenju lítið hjá  nýrri ríkisstjórn.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband