Hæstiréttur hundsar stjórnarskrána!

Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli öryrkja,sem hafði verið öryrki á hæsta stigi frá því hann lenti í bílslysi 1993.Það var kona.Hún taldi,að stjórnvöld hefðu brotið gegn 76.grein stjórnarskrárinnar um að veita öryrkjum  aðstoð eins og þurfi,þar eð örorkulífeyrir hennar dugi ekki til þess að hún get lifað mannsæmandi lífi.Hún tapaði málinu.

Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins lýsti megnri óánægju með dóm Hæstaréttar.Hún kvað þetta ekki í fyrsta sinn,sem Hæstiréttur hendi máli út úr réttarkerfinu án þess að taka efnislega meðferð til málsins.Hún kvað dómstóla huglausa; þeir þyrðu ekki að stíga inn á svið mannréttinda.Hæstiréttur taldi að löggjafinn hefði sinnt skyldu sinni með því að setja lög um almannatryggingar.

Samkvæmt því væri nóg fyrir Tryggingastofnun að láta öryrkja fá 50 þúsund kr á mánuði.Hæstiréttur teldi það í lagi,þar eð það væri samkvæmnt lögum um almannatryggingar!Þetta stenst ekki.Árið 2000 var kveðinn upp svokallaður öryrkjadómur,sem öryrkjar unnu.Þar var röksemdafærslan svipuð og nú,Ragnar Aðalsteinssin hrl. rak málið fyrir öryrkjann.Hann vann málið. Þetta virðist þá fara eftir því hverjir sitja í Hæstarétti sem dómarar.Öryrkjabandalagið íhugaer nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.Það virðist vera eina leiðin. Ekki er unnt að treysta Hæstarétti Íslands.Enda hafa margir dómarar verið skipaðir pólitiskt.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Væri ekki rétt að Kjararáð endurskoði fyrri úrskurð sinn um laun dómara. Ég legg til að laun þeirra verði kr. 200.000 á mánuði eftir skatta.

Halldór D. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.2.2017 kl. 11:26

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvers vegna eru nöfn þeirra Hæstaréttardómara sem kváðu upp dóminn ekki birt? Það er ekki Hæstiréttur sem slíkur sem kveður upp dóminn, heldur einhverjir huldumenn þar innanhúss.

Vona að Öryrkjabandalagið fari með málið fyrir Mannréttindadómstólinn.




Ágúst H Bjarnason, 11.2.2017 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband