Tímaskekkja að torvelda vinnu eldri borgara!

 

 

 

Rætt var um  atvinnuþáttöku eldri borgara í sjónvarpsættinum Hringbraut í gær.Gestir stöðvarinnar voru þeir Jón Steindór Valdimarsson  alþingismaður og Hannes Sigurðsson aðsoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stjórnandi þáttarins spurði hvers vegna væri verið að banna eða tovelda eldri borgurum að vinna, þegar  þeir væru orðnir 70 ára.Spurt var hvort það væri ekki tímaskekkja. Hannes Sigurðsson sagði, að  á almenna markaðnum væri eldri borgurum ekki bannað að vinna eftir sjötugt.Einstaka fyrirtæki hefðu reglur um starfslok en yfirleitt væri starfsmönnum frjálst að vinna lengur ef þeir hefðu heilsu til þess.Hins vegar giltu þær reglur hjá opinberum starfsmönnum,að þeir yrðu að hætta störfum sjötugir.

Fram kom í þættinum,að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkins og Framsóknar  torveldaði eldri borgurum að vera á vinnumarkaðnum með því að lækka frítekjumark vegna atvinnutekna þeirra  úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Ekki er farið að leiðrétta þá skerðingu enn.Ef Viðreisn og Björt framtíð meina eitthvað með þvi að vilja greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara  á að leiðrétta þetta strax og hækka frítekjumarkið á ný til fyrra horfs.Það á ekki að bíða með þessa leiðréttingu í mörg ár.Það er ekki eftir neinu að bíða.Það á að leiðrétta þetta strax,ef vilji er fyrir hendi.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband