Eru 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt nógu há mánaðarlaun?

Ég beini máli mínu til alþingismanna.Þeir hafa nýlega fengið kauphækkun.Kaup þeirra hækkaði sl haust upp í 1100 þúsund á mánuði.Það er fyrir utan aukagreiðslur.

Spurning mín til alþingismanna er þessi: Teljið þið,að 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt séu nógu há laun  fyrir aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR ? Ef svarið er neikvætt skora ég á alþingismenn að flytja strax frumvarp um að þetta verði leiðrétt.Þingmenn úr öllum flokkum geta tekið sig saman um að flytja frumvarp um þessa leiðréttingu.Þetta er ekki flokkspólitískt mál. Þetta er réttlætismál.Það er búið að tala nóg um það,að þingið eigi að vera sjálfstæðara;það eigi að gera sig meira gildandi.Nú er tækifærið.Það á ekki að bíða eftir einhverjum ráðherrum. Þingmenn eiga að taka sig saman og leiðrétta ranglætið.Ef þeir gera það, eru þeir að leiðrétta ranglæti og um leið eykst virðing fyrir alþingi.Þetta þolir enga bið.Þetta verður að gerast strax.

197 þúsund krónur á mánuði gildir fyrir þá eldri borgara,sem eru í hjónabandi eða í sambúð.Einhleypir fá örlítið meira eða 227 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það er síðan önnur saga,að þarna er verið að mismuna eldri borgurum.Öll mismunun er bönnuð.227 þúsund á mánuði,einnig hungurlús!

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband