Skattamál: Eiga sömu reglur að gilda fyrir ráðherra og sjómenn?

Sjómannadeilan er leyst.Hún leystist án aðkomu ríkisstjórnarinnar.Sjómönnum og útgerðarmönnum tókst að ná samkomulagi án aðkomu ríkisins.Það var gott.Mér skilst, að útgerðarmenn hafi ákveðið að veita sjómönnum frítt fæði.Í þessari deilu gerðist það,að ráðherrar gengu fram fyrir skjöldu,börðu sér á brjóst og sögðu,að allir yrðu að sitja við sama borð í skattalegu tilliti.Ekki gengi að setja sértækar reglur fyrir sjómenn um skattfrjálsa dagpeninga! ( ríkisstarfsmenn,flugmenn og fleiri hafa að vísu skattfrjálsa dagpeninga)Og Páll Magnússon,alþingismaður upplýsti,að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði boðið sjómönnm skattfrjálsa dagpeninga í fyrra.En það var önnur ríkisstjórn.Þá var Bjarni fjármálaráðherra.Nú er hann forsætisráðherra!

Það er gott og blessað,að ráðherrar gangi fram og brýni fyrir landsmönnum,að sömu skattareglur eigi að gilda fyrir alla landsmenn og ekki gangi að setja sértækar reglur fyrr sjómenn. En væri þá ekki rétt að þeir litu í eigin barm og byrjuðu á,að afnema sérreglur sem gilda fyrir þá sjálfa? Ráðherrar hafa skattfrjálsa dagpeninga.Aðrir ríkisstarfsmenn þurfa að  nota dagpeningana til þess að greiða fæðis,  gistikostnað og allan annan kostnað í ferðum erlendis og innan lands.En ekki ráðherrarnir.Það voru settar sértækar reglur fyrir þá.Þeir fá dagpeninga en jafnframt fá þeir greiddan sérstaklega gistikostnað og risnu.Þetta eru m.ö.o skattfrjáls viðbótarhlunnindi.Eru laun þeirra það lág,að þeir þurfi á þessu að halda. Ég held ekki: Laun þeirra hækkuðu um 35% á síðasta ári þegar þeir ákváðu,að aldraðir og öryrkjar skyldu aðeins fá 7,5% hækkun.Laun ráðherra hækkuðu þá sem hér segir:Forsætisráðherra fór í rúmar 2 milljónir á mánuði.Aðrir ráðherrar í 1,8 milljónir á mánuði.Ættu þeir ekki að geta greitt gistikostnað erlendis af þessum launum eins og annað fólk.Hafa þeir efni á að setja sig á háan hest gagnvart sjómönnum? Ég held ekki. Þeir ættu að taka til heima hjá sér fyrst.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Góðir punktar en er skattfrelsi dagpeninga samkvæmt lögum eða er það bara heftð að þeir séu látnir í friði af skattayfirvöldum hvort heldur sem er þá er stjórnvöldum varla stætt á öðru eftir aðkomu sjávarútvegsráðherra að sjómannadeilunni en að afnema skattfrelsi á dagpeninga og annan risnukostnað hjá öllum.

Hrossabrestur, 18.2.2017 kl. 23:26

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Dagpeningar eru taldir fram sem kostnaður.Þeir ganga þvi út og inn á skattskyrslu.Útkoman er skattfrelsi. Bestu kveðjur.Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 19.2.2017 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband